Unnið að því að koma í veg fyrir mengunarslys við Myrká Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. júlí 2017 12:51 Ökumaðurinn er ekki talinn mikið slasaður, en hann hefur verið fluttur á sjúkrahús. Myndir/Lögreglan á Norðurlandi eystra Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út laust fyrir hádegi í dag vegna umferðarslyss við Búðará í Hörgárdal, skammt frá bænum Myrká, þar sem olíuflutningabíll lenti á vegriði og vegar nú salt á brúnni. Ökumaður bílsins hefur verið fluttur á sjúkrahús en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Björgunarsveitarmenn voru sendir með búnað til straumsvatnsbjörgunar til þess að vinna að mengunarvörnum og þá er verið að koma upp flotgirðingum í ána.Slysið varð á vatnsverndarsvæði Norðurorku í Hörgárdal.loftmyndirReimar Viðarsson, sem stýrir aðgerðum svæðisstjórnar Landsbjargar, segir að bíllinn standi tæpt á brúnni og að óttast sé að olía muni leka í ána. Verið sé að tryggja aðstæður á vettvangi. „Það hefur engin olía lekið úr bílnum og við erum að tryggja að það muni ekki gerast. Það er verið að koma upp flotgirðingum og bíllinn verði dreginn inn á brúna,“ segir Reimar í samtali við Vísi. Að fleiru sé hins vegar að huga: „Þarna liggur rafmagnið í Hörgárdal auk þess sem ljósleiðarinn liggur þarna í gegn. Þannig að það eru þónokkuð margir aðilar sem koma að þessu,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hvað orsakaði óhappið, en akstursskilyrði eru með ágætum þessa stundina.Um 3000 lítrar af díselolíu voru í bílnum en svo virðist sem litið sem ekkert af olíu hafi lekið frá bílnum.Uppfært klukkan 13:48: Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að óhappið hafi orðið inni á vatnsverndarsvæði Norðurorku í Hörgárdal. Um 3000 lítrar af díselolíu voru í flutningabílnum en svo virðist sem lítil sem engin olía hafi lekið frá bílnum. Verið er að vinna við að koma bílnum á réttan kjöl en að því verki koma slökkviliðið, lögreglan, starfsmenn Norðurorku og menn frá björgunarsveitinni Súlum. Ekki er hægt að segja til um orsakir óhappsins að svo stöddu en rannsókn stendur yfir.Uppfært klukkan 14:09: Reimar Viðarsson hjá Landsbjörg segir í samtali við Vísi að bíllinn sé kominn á hjólin og nú sé unnið að því að koma honum upp á veg með kranabílum. Ekki liggur fyrir hvort dælt verði úr bílnum núna eða hvort það verði ekki gert fyrr en bíllinn er kominn upp á veg en Reimar segir að enn sem komið er hafi lítil sem engin olía lekið úr bílnum.Slökkvilið, lögregla, starfsmenn Norðurorku og björgunarsveitarmenn koma að aðgerðum við brúna.Ekki er vitað hvað olli óhappinu. Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Sjá meira
Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út laust fyrir hádegi í dag vegna umferðarslyss við Búðará í Hörgárdal, skammt frá bænum Myrká, þar sem olíuflutningabíll lenti á vegriði og vegar nú salt á brúnni. Ökumaður bílsins hefur verið fluttur á sjúkrahús en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Björgunarsveitarmenn voru sendir með búnað til straumsvatnsbjörgunar til þess að vinna að mengunarvörnum og þá er verið að koma upp flotgirðingum í ána.Slysið varð á vatnsverndarsvæði Norðurorku í Hörgárdal.loftmyndirReimar Viðarsson, sem stýrir aðgerðum svæðisstjórnar Landsbjargar, segir að bíllinn standi tæpt á brúnni og að óttast sé að olía muni leka í ána. Verið sé að tryggja aðstæður á vettvangi. „Það hefur engin olía lekið úr bílnum og við erum að tryggja að það muni ekki gerast. Það er verið að koma upp flotgirðingum og bíllinn verði dreginn inn á brúna,“ segir Reimar í samtali við Vísi. Að fleiru sé hins vegar að huga: „Þarna liggur rafmagnið í Hörgárdal auk þess sem ljósleiðarinn liggur þarna í gegn. Þannig að það eru þónokkuð margir aðilar sem koma að þessu,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki liggja fyrir hvað orsakaði óhappið, en akstursskilyrði eru með ágætum þessa stundina.Um 3000 lítrar af díselolíu voru í bílnum en svo virðist sem litið sem ekkert af olíu hafi lekið frá bílnum.Uppfært klukkan 13:48: Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að óhappið hafi orðið inni á vatnsverndarsvæði Norðurorku í Hörgárdal. Um 3000 lítrar af díselolíu voru í flutningabílnum en svo virðist sem lítil sem engin olía hafi lekið frá bílnum. Verið er að vinna við að koma bílnum á réttan kjöl en að því verki koma slökkviliðið, lögreglan, starfsmenn Norðurorku og menn frá björgunarsveitinni Súlum. Ekki er hægt að segja til um orsakir óhappsins að svo stöddu en rannsókn stendur yfir.Uppfært klukkan 14:09: Reimar Viðarsson hjá Landsbjörg segir í samtali við Vísi að bíllinn sé kominn á hjólin og nú sé unnið að því að koma honum upp á veg með kranabílum. Ekki liggur fyrir hvort dælt verði úr bílnum núna eða hvort það verði ekki gert fyrr en bíllinn er kominn upp á veg en Reimar segir að enn sem komið er hafi lítil sem engin olía lekið úr bílnum.Slökkvilið, lögregla, starfsmenn Norðurorku og björgunarsveitarmenn koma að aðgerðum við brúna.Ekki er vitað hvað olli óhappinu.
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Sjá meira