Helmingur sveitarfélaganna ætlar ekki að kaupa af Íbúðalánasjóði Sæunn Gísladóttir skrifar 10. júlí 2017 06:00 Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum Íbúðalánasjóðs. vísir/pjetur Þrettán sveitarfélög hafa látið Íbúðalánasjóð vita að þau hafi ekki áhuga á að kaupa eignir af sjóðnum. Eins og Fréttablaðið greindi frá bauð Íbúðalánasjóður í byrjun júnímánaðar 27 sveitarfélögum til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á 509 eignir í sveitarfélögunum og eiga þau kost á að kaupa eignirnar áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Þetta er í annað sinn sem Íbúðalánasjóður býður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Í þeim þrettán sveitarfélögum sem hafa ekki áhuga á að kaupa eignir sjóðsins eru 204 eignir. Flestar þeirra eru í Reykjanesbæ, Sandgerði og Fjarðabyggð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að um hafi verið að ræða á annan tug eigna í Reykjanesbæ. „Þessar eignir pössuðu ekki inn í og eru ekki eignir eins og við erum að leita að í félagslega húsnæðið okkar. Það er eina ástæðan, þetta passaði ekki inn í það sem við höfum þörf á,“ segir Friðjón. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög samþykkt að kaupa átta eignir. Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum, Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að kaupa þrjár og Hafnarfjörður hefur tekið ákvörðun um að kaupa eina eign. Verðhugmyndir hafa verið sendar á átta sveitarfélög sem eru að skoða kaup á 31 eign. Sveitarfélögin sem eru að skoða kaup eru Reykjavík, Mosfellsbær, Garður, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Akureyri, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Þrjú sveitarfélög til viðbótar eru í samskiptum við Íbúðalánasjóð en eru komin styttra á leið og hafa ekki enn óskað eftir verði á eignum. Í einhverjum tilfellum getur verið að það eigi eftir að taka þetta formlega fyrir hjá sveitarfélögunum. Í heildina á Íbúðalánasjóður nú 535 íbúðir og stefnt er að því að klára sölu þeirra á næstu mánuðum, að stórum hluta fyrir árslok. Afar fáar íbúðir eru á sama tíma að enda í eigu Íbúðalánasjóðs vegna sögulega lítilla vanskila við sjóðinn. Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Þrettán sveitarfélög hafa látið Íbúðalánasjóð vita að þau hafi ekki áhuga á að kaupa eignir af sjóðnum. Eins og Fréttablaðið greindi frá bauð Íbúðalánasjóður í byrjun júnímánaðar 27 sveitarfélögum til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á 509 eignir í sveitarfélögunum og eiga þau kost á að kaupa eignirnar áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Þetta er í annað sinn sem Íbúðalánasjóður býður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Í þeim þrettán sveitarfélögum sem hafa ekki áhuga á að kaupa eignir sjóðsins eru 204 eignir. Flestar þeirra eru í Reykjanesbæ, Sandgerði og Fjarðabyggð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að um hafi verið að ræða á annan tug eigna í Reykjanesbæ. „Þessar eignir pössuðu ekki inn í og eru ekki eignir eins og við erum að leita að í félagslega húsnæðið okkar. Það er eina ástæðan, þetta passaði ekki inn í það sem við höfum þörf á,“ segir Friðjón. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög samþykkt að kaupa átta eignir. Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum, Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að kaupa þrjár og Hafnarfjörður hefur tekið ákvörðun um að kaupa eina eign. Verðhugmyndir hafa verið sendar á átta sveitarfélög sem eru að skoða kaup á 31 eign. Sveitarfélögin sem eru að skoða kaup eru Reykjavík, Mosfellsbær, Garður, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Akureyri, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Þrjú sveitarfélög til viðbótar eru í samskiptum við Íbúðalánasjóð en eru komin styttra á leið og hafa ekki enn óskað eftir verði á eignum. Í einhverjum tilfellum getur verið að það eigi eftir að taka þetta formlega fyrir hjá sveitarfélögunum. Í heildina á Íbúðalánasjóður nú 535 íbúðir og stefnt er að því að klára sölu þeirra á næstu mánuðum, að stórum hluta fyrir árslok. Afar fáar íbúðir eru á sama tíma að enda í eigu Íbúðalánasjóðs vegna sögulega lítilla vanskila við sjóðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira