Helmingur sveitarfélaganna ætlar ekki að kaupa af Íbúðalánasjóði Sæunn Gísladóttir skrifar 10. júlí 2017 06:00 Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum Íbúðalánasjóðs. vísir/pjetur Þrettán sveitarfélög hafa látið Íbúðalánasjóð vita að þau hafi ekki áhuga á að kaupa eignir af sjóðnum. Eins og Fréttablaðið greindi frá bauð Íbúðalánasjóður í byrjun júnímánaðar 27 sveitarfélögum til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á 509 eignir í sveitarfélögunum og eiga þau kost á að kaupa eignirnar áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Þetta er í annað sinn sem Íbúðalánasjóður býður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Í þeim þrettán sveitarfélögum sem hafa ekki áhuga á að kaupa eignir sjóðsins eru 204 eignir. Flestar þeirra eru í Reykjanesbæ, Sandgerði og Fjarðabyggð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að um hafi verið að ræða á annan tug eigna í Reykjanesbæ. „Þessar eignir pössuðu ekki inn í og eru ekki eignir eins og við erum að leita að í félagslega húsnæðið okkar. Það er eina ástæðan, þetta passaði ekki inn í það sem við höfum þörf á,“ segir Friðjón. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög samþykkt að kaupa átta eignir. Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum, Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að kaupa þrjár og Hafnarfjörður hefur tekið ákvörðun um að kaupa eina eign. Verðhugmyndir hafa verið sendar á átta sveitarfélög sem eru að skoða kaup á 31 eign. Sveitarfélögin sem eru að skoða kaup eru Reykjavík, Mosfellsbær, Garður, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Akureyri, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Þrjú sveitarfélög til viðbótar eru í samskiptum við Íbúðalánasjóð en eru komin styttra á leið og hafa ekki enn óskað eftir verði á eignum. Í einhverjum tilfellum getur verið að það eigi eftir að taka þetta formlega fyrir hjá sveitarfélögunum. Í heildina á Íbúðalánasjóður nú 535 íbúðir og stefnt er að því að klára sölu þeirra á næstu mánuðum, að stórum hluta fyrir árslok. Afar fáar íbúðir eru á sama tíma að enda í eigu Íbúðalánasjóðs vegna sögulega lítilla vanskila við sjóðinn. Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Þrettán sveitarfélög hafa látið Íbúðalánasjóð vita að þau hafi ekki áhuga á að kaupa eignir af sjóðnum. Eins og Fréttablaðið greindi frá bauð Íbúðalánasjóður í byrjun júnímánaðar 27 sveitarfélögum til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á 509 eignir í sveitarfélögunum og eiga þau kost á að kaupa eignirnar áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Þetta er í annað sinn sem Íbúðalánasjóður býður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Í þeim þrettán sveitarfélögum sem hafa ekki áhuga á að kaupa eignir sjóðsins eru 204 eignir. Flestar þeirra eru í Reykjanesbæ, Sandgerði og Fjarðabyggð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að um hafi verið að ræða á annan tug eigna í Reykjanesbæ. „Þessar eignir pössuðu ekki inn í og eru ekki eignir eins og við erum að leita að í félagslega húsnæðið okkar. Það er eina ástæðan, þetta passaði ekki inn í það sem við höfum þörf á,“ segir Friðjón. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög samþykkt að kaupa átta eignir. Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum, Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að kaupa þrjár og Hafnarfjörður hefur tekið ákvörðun um að kaupa eina eign. Verðhugmyndir hafa verið sendar á átta sveitarfélög sem eru að skoða kaup á 31 eign. Sveitarfélögin sem eru að skoða kaup eru Reykjavík, Mosfellsbær, Garður, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Akureyri, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Þrjú sveitarfélög til viðbótar eru í samskiptum við Íbúðalánasjóð en eru komin styttra á leið og hafa ekki enn óskað eftir verði á eignum. Í einhverjum tilfellum getur verið að það eigi eftir að taka þetta formlega fyrir hjá sveitarfélögunum. Í heildina á Íbúðalánasjóður nú 535 íbúðir og stefnt er að því að klára sölu þeirra á næstu mánuðum, að stórum hluta fyrir árslok. Afar fáar íbúðir eru á sama tíma að enda í eigu Íbúðalánasjóðs vegna sögulega lítilla vanskila við sjóðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira