Velferðin í forgangi Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. júlí 2017 07:00 Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra.
Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun