Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2017 19:53 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað fjögurra stjörnu hershöfðingja í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. En forsetanum hefur enn ekki tekist að koma viðamiklu máli í gegn á Bandaríkjaþingi þrátt fyrir meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Frumvarp repúblikana um breytingar á heilbrigðislögum sem kennd eru við Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna var fellt í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld eftir að þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði á móti því ásamt þingmönnum demókrata. Þetta var þriðja tilraunin til að breyta lögunum frá því Trump tók við forsetaembættinu fyrir sex mánuðum en honum hefur ekki enn tekist að koma viðamiklu máli í gegnum þingið. „Ja, hérna. Þeir hafa unnið að þessu í sjö ár. Trúið þið því? Þetta er díki. En við komum þessu í framkvæmd,“ sagði forsetinn í gær. Samskipti Trump og starfsmanna hans í Hvíta húsinu við alla hefðbundna fjölmiðla hafa vægast sagt verið fjandsamlegt og innan raða starfsfólks forsetans virðist allt á öðrum endanum. Eftir að nýr og litríkur yfirmaður upplýsingamála Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, tætti Reince Priebus starfsmannastjóra í sig í símtali við blaðakonu Washington Post, tilkynnti forsetinn á tísti sínu í gærkvöldi að hann hefði skipað nýjan starfsmannastjóra. Það er John Kelly sem er fjögurra stjörnu hershöfðingi og nú fyrrverandi yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Innan Hvíta hússins ríkir mikill ótti við leka á upplýsingum til fjölmiðla og með því að kalla til hershöfðingja er forsetinn kannski að reyna að koma á heraga í búðum sínum. Donald Trump Tengdar fréttir Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað fjögurra stjörnu hershöfðingja í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. En forsetanum hefur enn ekki tekist að koma viðamiklu máli í gegn á Bandaríkjaþingi þrátt fyrir meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Frumvarp repúblikana um breytingar á heilbrigðislögum sem kennd eru við Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna var fellt í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld eftir að þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði á móti því ásamt þingmönnum demókrata. Þetta var þriðja tilraunin til að breyta lögunum frá því Trump tók við forsetaembættinu fyrir sex mánuðum en honum hefur ekki enn tekist að koma viðamiklu máli í gegnum þingið. „Ja, hérna. Þeir hafa unnið að þessu í sjö ár. Trúið þið því? Þetta er díki. En við komum þessu í framkvæmd,“ sagði forsetinn í gær. Samskipti Trump og starfsmanna hans í Hvíta húsinu við alla hefðbundna fjölmiðla hafa vægast sagt verið fjandsamlegt og innan raða starfsfólks forsetans virðist allt á öðrum endanum. Eftir að nýr og litríkur yfirmaður upplýsingamála Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, tætti Reince Priebus starfsmannastjóra í sig í símtali við blaðakonu Washington Post, tilkynnti forsetinn á tísti sínu í gærkvöldi að hann hefði skipað nýjan starfsmannastjóra. Það er John Kelly sem er fjögurra stjörnu hershöfðingi og nú fyrrverandi yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Innan Hvíta hússins ríkir mikill ótti við leka á upplýsingum til fjölmiðla og með því að kalla til hershöfðingja er forsetinn kannski að reyna að koma á heraga í búðum sínum.
Donald Trump Tengdar fréttir Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07