Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2017 19:53 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað fjögurra stjörnu hershöfðingja í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. En forsetanum hefur enn ekki tekist að koma viðamiklu máli í gegn á Bandaríkjaþingi þrátt fyrir meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Frumvarp repúblikana um breytingar á heilbrigðislögum sem kennd eru við Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna var fellt í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld eftir að þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði á móti því ásamt þingmönnum demókrata. Þetta var þriðja tilraunin til að breyta lögunum frá því Trump tók við forsetaembættinu fyrir sex mánuðum en honum hefur ekki enn tekist að koma viðamiklu máli í gegnum þingið. „Ja, hérna. Þeir hafa unnið að þessu í sjö ár. Trúið þið því? Þetta er díki. En við komum þessu í framkvæmd,“ sagði forsetinn í gær. Samskipti Trump og starfsmanna hans í Hvíta húsinu við alla hefðbundna fjölmiðla hafa vægast sagt verið fjandsamlegt og innan raða starfsfólks forsetans virðist allt á öðrum endanum. Eftir að nýr og litríkur yfirmaður upplýsingamála Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, tætti Reince Priebus starfsmannastjóra í sig í símtali við blaðakonu Washington Post, tilkynnti forsetinn á tísti sínu í gærkvöldi að hann hefði skipað nýjan starfsmannastjóra. Það er John Kelly sem er fjögurra stjörnu hershöfðingi og nú fyrrverandi yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Innan Hvíta hússins ríkir mikill ótti við leka á upplýsingum til fjölmiðla og með því að kalla til hershöfðingja er forsetinn kannski að reyna að koma á heraga í búðum sínum. Donald Trump Tengdar fréttir Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað fjögurra stjörnu hershöfðingja í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. En forsetanum hefur enn ekki tekist að koma viðamiklu máli í gegn á Bandaríkjaþingi þrátt fyrir meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Frumvarp repúblikana um breytingar á heilbrigðislögum sem kennd eru við Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna var fellt í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld eftir að þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði á móti því ásamt þingmönnum demókrata. Þetta var þriðja tilraunin til að breyta lögunum frá því Trump tók við forsetaembættinu fyrir sex mánuðum en honum hefur ekki enn tekist að koma viðamiklu máli í gegnum þingið. „Ja, hérna. Þeir hafa unnið að þessu í sjö ár. Trúið þið því? Þetta er díki. En við komum þessu í framkvæmd,“ sagði forsetinn í gær. Samskipti Trump og starfsmanna hans í Hvíta húsinu við alla hefðbundna fjölmiðla hafa vægast sagt verið fjandsamlegt og innan raða starfsfólks forsetans virðist allt á öðrum endanum. Eftir að nýr og litríkur yfirmaður upplýsingamála Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, tætti Reince Priebus starfsmannastjóra í sig í símtali við blaðakonu Washington Post, tilkynnti forsetinn á tísti sínu í gærkvöldi að hann hefði skipað nýjan starfsmannastjóra. Það er John Kelly sem er fjögurra stjörnu hershöfðingi og nú fyrrverandi yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Innan Hvíta hússins ríkir mikill ótti við leka á upplýsingum til fjölmiðla og með því að kalla til hershöfðingja er forsetinn kannski að reyna að koma á heraga í búðum sínum.
Donald Trump Tengdar fréttir Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07