Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2017 21:07 Mike Pence, varaforseti, fylgist með þeim Trump og Priebus, þegar allt lék í lyndi þeirra á milli. Vísir/GETTY Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á Twitter nú fyrir skömmu að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, væri hættur í starfi sínu. Í stað hans hefur Trump ráðið hershöfðingjann John F Kelly í starfið. Hann er fyrrverandi yfirmaður Heimavarnaáðuneytisins. Trump gaf ekki upp hvort að Priebus hafi verið rekinn eða hvort hann sagði upp.Samkvæmt frétt CNN sagði Priebus þó upp í gær. Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. Sögusagnir hafa verið á kreiki í marga mánuði um að staða Priebus innan Hvíta hússins hafi verið slæm. Trump réði Priebus á sínum tíma vegna tenginga hans við Repúblikanaflokkinn, en þar var Priebus mikill innanbúðamaður. Scaramucci sagði blaðamanni New Yorker á dögunum að Priebus yrði beðinn um að segja starfi sínu lausu.Sjá einnig: Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamannForsetinn sagði á Twitter að Kelly væri mikill leiðtogi og sannur Bandaríkjamaður. Þá segir Trump að Kelly hafi staðið sig vel í Heimavarnarráðuneytinu og sé „stjarna“ ríkisstjórnar hans.I am pleased to inform you that I have just named General/Secretary John F Kelly as White House Chief of Staff. He is a Great American....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 ...and a Great Leader. John has also done a spectacular job at Homeland Security. He has been a true star of my Administration— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 I would like to thank Reince Priebus for his service and dedication to his country. We accomplished a lot together and I am proud of him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á Twitter nú fyrir skömmu að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, væri hættur í starfi sínu. Í stað hans hefur Trump ráðið hershöfðingjann John F Kelly í starfið. Hann er fyrrverandi yfirmaður Heimavarnaáðuneytisins. Trump gaf ekki upp hvort að Priebus hafi verið rekinn eða hvort hann sagði upp.Samkvæmt frétt CNN sagði Priebus þó upp í gær. Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. Sögusagnir hafa verið á kreiki í marga mánuði um að staða Priebus innan Hvíta hússins hafi verið slæm. Trump réði Priebus á sínum tíma vegna tenginga hans við Repúblikanaflokkinn, en þar var Priebus mikill innanbúðamaður. Scaramucci sagði blaðamanni New Yorker á dögunum að Priebus yrði beðinn um að segja starfi sínu lausu.Sjá einnig: Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamannForsetinn sagði á Twitter að Kelly væri mikill leiðtogi og sannur Bandaríkjamaður. Þá segir Trump að Kelly hafi staðið sig vel í Heimavarnarráðuneytinu og sé „stjarna“ ríkisstjórnar hans.I am pleased to inform you that I have just named General/Secretary John F Kelly as White House Chief of Staff. He is a Great American....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 ...and a Great Leader. John has also done a spectacular job at Homeland Security. He has been a true star of my Administration— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017 I would like to thank Reince Priebus for his service and dedication to his country. We accomplished a lot together and I am proud of him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2017
Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira