Kátt á Klambra er komin til að vera Guðný Hrönn skrifar 28. júlí 2017 13:00 Valdís Helga, Jóna Elísabet ogHildur Soffía eru konurnar á bak við Kátt á Klambra. vísir/eyþór Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. „Upphaflega kviknaði hugmyndin hjá Jónu Elísabet Ottesen. Hún var á Secret Solstice með rúmlega eins árs dóttur sína árið 2015. Það var sól og margt fjölskyldufólk á svæðinu og það skapaðist rosalega góð stemning. Jóna viðraði hugmyndina við mig um að gera barnahátíð og það sumar hófum við hugmyndavinnu fyrir hátíðina. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2016 við afar góðar undirtektir,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir sem heldur utan um Kátt á Klambra ásamt Jónu Elísabetu og Hildi Soffíu Vignisdóttur. Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra á Klambratúni og verður haldin í annað sinn næsta sunnudag. „Hátíðin er töluvert stærri í sniðum en við fengum til liðs við okkur hana Hildi Soffíu síðastliðinn vetur. Hún kemur sterk inn í markaðsmálin hjá okkur sem og aðra skipulagningu. Hún flutti heim frá Noregi síðastliðið haust þar sem hún heillaðist af norskri barnahátíð og vildi taka þá hugmynd heim sem féll svona vel að okkar hugsjón,“ útskýrir Valdís. Stærri dagskrá í árHátíðin verður stærri í sniðum í ár ef miðað er við seinasta ár. „Já, dagskráin okkar er viðameiri í ár og við erum með flytjendur á borð við Emmsjé Gauta, Hildi, Sirkus Íslands, Lalla töframann og mikið mikið fleira. Afþreying fyrir börnin er einnig fjölbreytt og skemmtileg en við bjóðum upp á hjólabrettakennslu, beatboxkennslu, föndur, ritlistarsmiðju, tattú, andlitsmálningu og fleira. Á staðnum verður líka flott aðstaða fyrir ungabörn þar sem hægt verður að skipta á þeim og gefa brjóst í næði.“ Valdís segir hátíðina hafa heppnast svo vel í fyrra að hún er orðin spennt fyrir að sjá hvernig til tekst á sunnudaginn.„Kátt á Klambra fékk mjög svo góðar viðtökur. Dagsetningin lendir á þeim tíma þar sem flest börn eru í sumarfríi og hafa foreldrar haft orð á því að það skorti frekari afþreyingu. Þannig að fólk er ánægt með þetta framlag. Afþreyingin er líka svo fjölbreytt og spennandi og vekur mikinn áhuga hjá unga fólkinu.“ Spurð út í hvort Kátt á Klambra sé komið til að vera segir Valdís: „Já, við komum til með að halda áfram og gera enn betur með hverju árinu,“ segir Valdís að lokum og bendir á að miðar inn á hátíðina fáist á tix.is. „Miðaverð er 1.200 krónur en fjölskyldupakki með miðum fyrir fjóra er á 4.000 krónur og öll afþreying er innifalin í miðanum.“ Föndur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. „Upphaflega kviknaði hugmyndin hjá Jónu Elísabet Ottesen. Hún var á Secret Solstice með rúmlega eins árs dóttur sína árið 2015. Það var sól og margt fjölskyldufólk á svæðinu og það skapaðist rosalega góð stemning. Jóna viðraði hugmyndina við mig um að gera barnahátíð og það sumar hófum við hugmyndavinnu fyrir hátíðina. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2016 við afar góðar undirtektir,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir sem heldur utan um Kátt á Klambra ásamt Jónu Elísabetu og Hildi Soffíu Vignisdóttur. Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra á Klambratúni og verður haldin í annað sinn næsta sunnudag. „Hátíðin er töluvert stærri í sniðum en við fengum til liðs við okkur hana Hildi Soffíu síðastliðinn vetur. Hún kemur sterk inn í markaðsmálin hjá okkur sem og aðra skipulagningu. Hún flutti heim frá Noregi síðastliðið haust þar sem hún heillaðist af norskri barnahátíð og vildi taka þá hugmynd heim sem féll svona vel að okkar hugsjón,“ útskýrir Valdís. Stærri dagskrá í árHátíðin verður stærri í sniðum í ár ef miðað er við seinasta ár. „Já, dagskráin okkar er viðameiri í ár og við erum með flytjendur á borð við Emmsjé Gauta, Hildi, Sirkus Íslands, Lalla töframann og mikið mikið fleira. Afþreying fyrir börnin er einnig fjölbreytt og skemmtileg en við bjóðum upp á hjólabrettakennslu, beatboxkennslu, föndur, ritlistarsmiðju, tattú, andlitsmálningu og fleira. Á staðnum verður líka flott aðstaða fyrir ungabörn þar sem hægt verður að skipta á þeim og gefa brjóst í næði.“ Valdís segir hátíðina hafa heppnast svo vel í fyrra að hún er orðin spennt fyrir að sjá hvernig til tekst á sunnudaginn.„Kátt á Klambra fékk mjög svo góðar viðtökur. Dagsetningin lendir á þeim tíma þar sem flest börn eru í sumarfríi og hafa foreldrar haft orð á því að það skorti frekari afþreyingu. Þannig að fólk er ánægt með þetta framlag. Afþreyingin er líka svo fjölbreytt og spennandi og vekur mikinn áhuga hjá unga fólkinu.“ Spurð út í hvort Kátt á Klambra sé komið til að vera segir Valdís: „Já, við komum til með að halda áfram og gera enn betur með hverju árinu,“ segir Valdís að lokum og bendir á að miðar inn á hátíðina fáist á tix.is. „Miðaverð er 1.200 krónur en fjölskyldupakki með miðum fyrir fjóra er á 4.000 krónur og öll afþreying er innifalin í miðanum.“
Föndur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira