Munu ekki greina strax frá tilkynntum kynferðisbrotum í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2017 10:23 Þrátt fyrir gagnrýni ætlar Páley lögreglustjóri að halda sínu striki; ekki verður upplýst um tilkynnt kynferðisbrot fyrr en rannsóknarhagsmunir brotaþola eru tryggðir. Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48
Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00