Erlent

Dregur úr vinsældum Macron

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron tók við embætti Frakklandsforseta í maí síðastliðinn.
Emmanuel Macron tók við embætti Frakklandsforseta í maí síðastliðinn. Vísir/AFP
Talsvert hefur dregið úr vinsældum Emmanuel Macron Frakklandsforseta en samkvæmt nýrri könnun Ifop hefur fjöldi þeirra sem styðja störf forsetans minnkað um tíu prósent á milli mánaða. Minnkunin er sú mesta hjá nýjum forseta í landinu frá árinu 1995.

Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í dagblaðinu Journal du Dimanche þar sem fram kom að í júlí voru 54 prósent Frakka ánægðir með störf forsetans, samanborið við 64 prósent í júní.

Blaðið segir að síðast þegar dró úr vinsældum nýs forseta með þessum hætti var árið 1995, þegar Jacques Chirac var nýtekinn við sem forseti.

Reuters segir frá því að könnun Ifop rími ágætlega við nýlega könnun BVA.

Síðasti mánuður hefur reynst forsetanum erfiður þar sem hann hefur átt í deilum við yfirmann franska hersins, Pierre de Villiers, um útgjöld til hermála, sem lauk með afsögn de Villiers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×