Fótbolti

Litháarnir slógu Íslendingaliðið út í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson. Vísir/Getty
Sænska liðið IFK Norrköping er úr leik í Evrópudeildinni eftir tap í Litháen í kvöld. Trakai frá Lithaen vann leikinn 2-1 sigur en þar sem þetta voru sömu úrslit og í fyrri leiknum þá réði vítaspyrnukeppni úrslitum.

Litháarnir nýttu allar fimm vítaspyrnur sínar en Eric Smith skaut í stöng úr annarri spyrnu Norrköping og úrslitin voru ráðin fyrir lokaspyrnu Svíanna. Trakai vann vítakeppnina 5-3.

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í byrjunarliði Norrköping en Arnór Sigurðsson sat á bekknum.

Guðmundur var tekinn af velli í hálfleik en Jón Guðni spilaði allan leikinn í vörninni.

Norrköping var í ágæti stöðu eftir 2-1 sigur í heimaleiknum í síðustu viku en það breyttist fljótt í fyrri hálfleiknum. Maxim Maximov skoraði tvisvar fyrir litháenska liðið á fyrstu 35 mínútunum og það stefndi í 2-0 sigur heimamanna.

Simon Skrabb, varamaður Guðmundar, minnkaði muninn í 2-1 á 86. mínútu og því þurfti að framlengja þar sem bæði liðin unnu 2-1 heimasigur.

Ekkert mark var skoraði í framlengingunni og því réð vítaspyrnukeppnin úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×