Erlent

Cable orðinn leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Sir Vince Cable var fyrst kjörinn á þing árið 1997.
Sir Vince Cable var fyrst kjörinn á þing árið 1997. Vísir/AFP
Breski þingmaðurinn Sir Vince Cable er orðinn leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi eftir að ekkert annað framboð til formanns barst.

Cable tók við formennsku í flokknum til bráðabirgða eftir að Tim Farron sagði af sér í kjölfar breski þingkosninganna í síðasta mánuði þar sem flokkurinn náði tólf mönnum á þing.

Cable náði þá aftur þingsæti sínu í Twickenham eftir að hafa misst það í kosningunum árið 2015.

Hinn 74 ára Cable var fyrst kjörinn á þing árið 1997.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×