Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Jakob Bjarnar skrifar 31. júlí 2017 13:29 Umhverfisráðherra, sem í fyrstu vildi skrifa gagnrýni á það að hún hafi gegnt hálfgildings fyrirsætustörfum í ræðusal Alþingis á feðraveldið, játar nú að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. visir/stefán Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindarráðherra hefur beðist afsökunar fyrstu viðbrögðum sínum við því sem hún kallar „Stóra kjólamálið“. Þetta kemur fram í nýlegum Facebookstatus ráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Björt hafi látið mynda sig í kjól frá fyrirtækinu breska fyrirtækinu Galvan hvar góð vinkona hennar Sólveig Káradóttir starfar sem listrænn stjórnandi. Fréttin vakti mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að gagnrýna ráðherra fyrir að vera á afar gráu siðferðilegu svæði með því að misnota aðstöðu sína og auglýsa varning fyrir vinkonu sína á vettvangi hins háa Alþingis. Þá hefur hún verið vænd um að sýna þinginu óvirðingu, jafnvel brjóta reglur um það en meðal þeirra sem hafa furðað sig á uppákomunni er þingmaðurinn Gunnar Hrafn Jónsson sem hefur greint frá því að hann hafi ekki fengið að láta mynda sig fyrir viðtal á Alþingi. „Ég mátti ekki stíga fæti inn í þingsal þegar ég var í myndatöku fyrir viðtal en núna er þetta bara orðið eitthvað módel runway fyrir auglýsingastofu,“ segir GunnarÞað að Björt hafi notað ræðusal Alþingis sem einhvers konar módel runnway í auglýsingaskyni hefur valdið verulegu uppnámi.Björt hefur neitað ítrekað að svara spurningum fréttastofu um málið en vildi fyrst í morgun slá málinu upp í hálfkæring og stilla því upp sem svo að þetta snérist um kvenfrelsi. Hún greindi Vísi frá því nú fyrir hádegi að hún hafi keypt kjólinn. Í nýjum status dregur hún í land með það þó ekki vilji hún alveg sleppa hendinni af þeirri nálgun. „Stóra kjólamálið er orðið dálítið mikið um sig. Ég viðurkenni það fúslega að mín fyrstu viðbrögð við því voru einmitt það- mjög viðbragðs og tilfinningatengd. Það getur pirrað ráðherra eins og hvern annan að undirtónn um klæðaburð sé alltumlykjandi,“ skrifar Björg en segir að sá tónn skipti ekki höfuðmáli. „Ég sýndi dómgreinarleysi með því að flögra um þingsalinn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlutverki sem ég er og að leyfa mér að upphefja kvennleikann inni í þingsal sem svo ljósmyndari festi á filmu. Þau skilaboð eru fólki ekki greinilega ekki efst í huga, og þessi uppsettning því vanhugsuð því hún tengir við einkafyrirtæki. Ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa misboðið fólki með því. Síst af öllu vildi ég það. En ég held áfram að læra.“ Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindarráðherra hefur beðist afsökunar fyrstu viðbrögðum sínum við því sem hún kallar „Stóra kjólamálið“. Þetta kemur fram í nýlegum Facebookstatus ráðherra. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Björt hafi látið mynda sig í kjól frá fyrirtækinu breska fyrirtækinu Galvan hvar góð vinkona hennar Sólveig Káradóttir starfar sem listrænn stjórnandi. Fréttin vakti mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að gagnrýna ráðherra fyrir að vera á afar gráu siðferðilegu svæði með því að misnota aðstöðu sína og auglýsa varning fyrir vinkonu sína á vettvangi hins háa Alþingis. Þá hefur hún verið vænd um að sýna þinginu óvirðingu, jafnvel brjóta reglur um það en meðal þeirra sem hafa furðað sig á uppákomunni er þingmaðurinn Gunnar Hrafn Jónsson sem hefur greint frá því að hann hafi ekki fengið að láta mynda sig fyrir viðtal á Alþingi. „Ég mátti ekki stíga fæti inn í þingsal þegar ég var í myndatöku fyrir viðtal en núna er þetta bara orðið eitthvað módel runway fyrir auglýsingastofu,“ segir GunnarÞað að Björt hafi notað ræðusal Alþingis sem einhvers konar módel runnway í auglýsingaskyni hefur valdið verulegu uppnámi.Björt hefur neitað ítrekað að svara spurningum fréttastofu um málið en vildi fyrst í morgun slá málinu upp í hálfkæring og stilla því upp sem svo að þetta snérist um kvenfrelsi. Hún greindi Vísi frá því nú fyrir hádegi að hún hafi keypt kjólinn. Í nýjum status dregur hún í land með það þó ekki vilji hún alveg sleppa hendinni af þeirri nálgun. „Stóra kjólamálið er orðið dálítið mikið um sig. Ég viðurkenni það fúslega að mín fyrstu viðbrögð við því voru einmitt það- mjög viðbragðs og tilfinningatengd. Það getur pirrað ráðherra eins og hvern annan að undirtónn um klæðaburð sé alltumlykjandi,“ skrifar Björg en segir að sá tónn skipti ekki höfuðmáli. „Ég sýndi dómgreinarleysi með því að flögra um þingsalinn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlutverki sem ég er og að leyfa mér að upphefja kvennleikann inni í þingsal sem svo ljósmyndari festi á filmu. Þau skilaboð eru fólki ekki greinilega ekki efst í huga, og þessi uppsettning því vanhugsuð því hún tengir við einkafyrirtæki. Ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa misboðið fólki með því. Síst af öllu vildi ég það. En ég held áfram að læra.“
Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00
Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49