Bandarískum embættismönnum sagt að tala ekki um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2017 23:30 Sam Clovis (t.h.) sem Trump skipaði sem yfirvísindamann landbúnaðaráðuneytisins síns telur loftslagsvísindi rusl. Vísir/AFP Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00