Undirskriftin staðfestir orð Bjarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 14:04 Því hefur verið haldið fram að Bjarni Benediktsson hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma sem tillagan um uppreista æru Robert Downey var tekin fyrir. Svo var þó ekki. Það var Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, sem skrifaði undir tillöguna til forseta Íslands um að veita Robert Downey uppreist æru - en ekki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Þetta er staðfest í afriti af tillögunni sem Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins þolenda Róberts, birti á Facebook-síðu sinni í hádeginu. Þar má sjá undirskriftir þriggja einstaklinga, forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og fyrrnefndar Ólafar Nordal. Hugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Bjarni hafnaði því í Facebook-færslu á miðvikudag að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísaði hann til leiðara Fréttablaðsins þar sem var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. Tillöguna um uppreista æru Róberts, sem lögð var á borð forseta þann 16. september síðastliðinn, má sjá í færslu Bergs hér að neðan. Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Það var Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, sem skrifaði undir tillöguna til forseta Íslands um að veita Robert Downey uppreist æru - en ekki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Þetta er staðfest í afriti af tillögunni sem Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins þolenda Róberts, birti á Facebook-síðu sinni í hádeginu. Þar má sjá undirskriftir þriggja einstaklinga, forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og fyrrnefndar Ólafar Nordal. Hugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Bjarni hafnaði því í Facebook-færslu á miðvikudag að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísaði hann til leiðara Fréttablaðsins þar sem var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. Tillöguna um uppreista æru Róberts, sem lögð var á borð forseta þann 16. september síðastliðinn, má sjá í færslu Bergs hér að neðan.
Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47
„Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42
„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00