Hundar ástæða íbúðakaupa hjá ungu fólki Sæunn Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Hundar að leik á Geirsnefi. Hvort eigendur þeirra hafi ráðist í íbúðakaup vegna þeirra skal ósagt látið. visir/vilhelm Svo virðist sem ein meginástæða þess að ungt fólk fætt eftir 1980, sem tilheyrir þúsaldarkynslóðinni, kaupi sér húsnæði sé hundaeign ef marka má nýja könnun. Time greinir frá því að ný könnun SunTrust Mortgage sýni að þriðjungur þeirra sem tilheyra þúsaldarkynslóðinni og keyptu nýverið fyrsta heimili sitt hafi gert það vegna hunda sinna. Fleiri nefna hund sem ástæðu íbúðakaupa en hjónaband eða barneignir. Time hefur eftir Dorindu Smith, framkvæmdastjóra SunTrust, að það geti verið erfiðara og dýrara að vera á leigumarkaði með hund og því megi minnka stress sem því fylgi með því að koma sér upp betri húsnæðiskosti. Samkvæmt könnuninni sögðu 42 prósent aðspurðra sem tilheyrðu þúsaldarkynslóðinni, en höfðu ekki keypt sér húsnæði, að hundurinn þeirra eða áform þeirra um að eignast hund væri lykilástæða fyrir því að eignast eigið heimili. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Svo virðist sem ein meginástæða þess að ungt fólk fætt eftir 1980, sem tilheyrir þúsaldarkynslóðinni, kaupi sér húsnæði sé hundaeign ef marka má nýja könnun. Time greinir frá því að ný könnun SunTrust Mortgage sýni að þriðjungur þeirra sem tilheyra þúsaldarkynslóðinni og keyptu nýverið fyrsta heimili sitt hafi gert það vegna hunda sinna. Fleiri nefna hund sem ástæðu íbúðakaupa en hjónaband eða barneignir. Time hefur eftir Dorindu Smith, framkvæmdastjóra SunTrust, að það geti verið erfiðara og dýrara að vera á leigumarkaði með hund og því megi minnka stress sem því fylgi með því að koma sér upp betri húsnæðiskosti. Samkvæmt könnuninni sögðu 42 prósent aðspurðra sem tilheyrðu þúsaldarkynslóðinni, en höfðu ekki keypt sér húsnæði, að hundurinn þeirra eða áform þeirra um að eignast hund væri lykilástæða fyrir því að eignast eigið heimili.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira