Parísarbúar ætla að nota ÓL 2024 til að lífga við hrörlegasta hluta borgarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 18:00 Eiffel-turninn og fáni með merki Ólympíuleikanna. Vísir/Getty Parísarborg mun halda sumarólympíuleikana eftir sjö ár en þá verða liðin hundrað ár síðan að Ólympíuleikarnir fóru síðasta fram í borginni. París ætlar að nota þessa Ólympíuleika til að lífga við hrörlegasta hlut borgarinnar sem er í Seine-Saint-Denis hverfinu. Reuters segir frá. „La Joie est Libre!“ eða „Gleði framundan“ var forsíðuuppslátturinn íþróttablaðinu L'Equipe þegar ljóst var að Los Angeles borg myndi halda leikina 2028 og að París fengi því að halda Ólympíuleikana með hundrað ára millibili. Seine-Saint-Denis hverfið er fátækasti hluti Parísar en hverfið er norður og austur af miðbænum. Þar verða nú byggðar fleiri þúsund af nýjum íbúðum sem og ný sundmiðstöð. Í dag er þetta gráleitt útborgarhverfi sem er með mikið af yfirgefnum verkssmiðjum og þarna er mikil fátækt. Frakkar byggðu knattspyrnuleikvanginn Stade de France í hverfinu fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 en hann er sjötti stærsti leikvangur Evrópu. Nú ætla Frakkar að stíga skrefinu lengra og nota þá miklu uppbyggingu sem er krafist af gestgjöfum Ólympíuleika til að taka vel til í höfuðborginni sinni. „Þetta er frábært tækifæri til að sýna að París er stærri en París,“ sagði Stephane Troussel við Reuters en hún er forseti Seine-Saint-Denis. Parísarbúar horfa til leikana í London en þar tókst mjög vel upp að byggja upp hrörleg hverfi í London. Nú ætla Frakkar að byggja upp Ólympíuþorpið í Seine-Saint-Denis og breyta því síðan í 3500 íbúðir eftir leikana. Stade de France verður Ólympíuleikvangurinn á leikunum 2024 og þá mun ný sundlaug verða byggð við hlið hans. Sundið og frjálsarnar fara því fram nánast á sama stað og það verður einnig stutt fyrir íþróttafólkið að fara í Ólympíuþorpið. Keppni mun fara fram út um alla Parísarborg enda nóg til að frábærum íþróttamannvirkjum í borginni. Heildarkostnaður vegna leikanna mun verða um sjö milljarða evra sem þykir ekki mikið í dag fyrir gestgjafa Ólympíuleikanna. Ólympíuleikar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Parísarborg mun halda sumarólympíuleikana eftir sjö ár en þá verða liðin hundrað ár síðan að Ólympíuleikarnir fóru síðasta fram í borginni. París ætlar að nota þessa Ólympíuleika til að lífga við hrörlegasta hlut borgarinnar sem er í Seine-Saint-Denis hverfinu. Reuters segir frá. „La Joie est Libre!“ eða „Gleði framundan“ var forsíðuuppslátturinn íþróttablaðinu L'Equipe þegar ljóst var að Los Angeles borg myndi halda leikina 2028 og að París fengi því að halda Ólympíuleikana með hundrað ára millibili. Seine-Saint-Denis hverfið er fátækasti hluti Parísar en hverfið er norður og austur af miðbænum. Þar verða nú byggðar fleiri þúsund af nýjum íbúðum sem og ný sundmiðstöð. Í dag er þetta gráleitt útborgarhverfi sem er með mikið af yfirgefnum verkssmiðjum og þarna er mikil fátækt. Frakkar byggðu knattspyrnuleikvanginn Stade de France í hverfinu fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 en hann er sjötti stærsti leikvangur Evrópu. Nú ætla Frakkar að stíga skrefinu lengra og nota þá miklu uppbyggingu sem er krafist af gestgjöfum Ólympíuleika til að taka vel til í höfuðborginni sinni. „Þetta er frábært tækifæri til að sýna að París er stærri en París,“ sagði Stephane Troussel við Reuters en hún er forseti Seine-Saint-Denis. Parísarbúar horfa til leikana í London en þar tókst mjög vel upp að byggja upp hrörleg hverfi í London. Nú ætla Frakkar að byggja upp Ólympíuþorpið í Seine-Saint-Denis og breyta því síðan í 3500 íbúðir eftir leikana. Stade de France verður Ólympíuleikvangurinn á leikunum 2024 og þá mun ný sundlaug verða byggð við hlið hans. Sundið og frjálsarnar fara því fram nánast á sama stað og það verður einnig stutt fyrir íþróttafólkið að fara í Ólympíuþorpið. Keppni mun fara fram út um alla Parísarborg enda nóg til að frábærum íþróttamannvirkjum í borginni. Heildarkostnaður vegna leikanna mun verða um sjö milljarða evra sem þykir ekki mikið í dag fyrir gestgjafa Ólympíuleikanna.
Ólympíuleikar Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira