Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 18:33 Allskonar viðburðir hafa verið haldnir á miðsvæði borgarinnar í dag. Talsverður mannfjöldi nýtur blíðunnar og menningarinnar. Berghildur Mikill fjöldi lagði leið sína í bæinn í dag en Menningarnótt stendur nú sem hæst. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, kynningastjóri Höfuðborgarstofu, segir í samtali við Vísi að allt hafi gengið eins og í sögu og stemmningin hafi verið algjörlega frábær. Þá hefur veðrið spilað stórt hlutverk í dag enda sannkölluð bongóblíða sem lék við mannskapinn. „Það er náttúrulega viðburður á hverju götuhorni og tónleikar út um allt,“ segir Berghildur í samtali við Vísi. Dagskráin í ár er afar fjölbreytt og hafa gestir hátíðarinnar um margt að velja, til að mynda var fjölmennt á karíókí skemmtun tvíeykisins Hits and Tits og steig þar almenningur á Svið. Þá var einnig ansi fjölmennt í Hörpunni en þar getur fólk farið á tónleika meðal annars með Sinfóníuhljómsveitinni eða hlustað á ljúfa jass tóna. Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. Berghildur segir að stærð svæðisins skipti sköpum fyrir allan mannfjöldann. Berghildur segir svæðið vera stærra en það hefur verið undanfarið. Hátíðin stendur yfir hjá Veröld Vigdísar, í Mathöllinni á Hlemmi, á Klambratúni, á Granda og svo auðvitað í miðbænum sjálfum. „Hátíðarsvæðið er stórt þannig að mannfjöldinn er mikill í bænum en þetta dreifist vel,“ segir Berghildur. Menningarnótt Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Mikill fjöldi lagði leið sína í bæinn í dag en Menningarnótt stendur nú sem hæst. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, kynningastjóri Höfuðborgarstofu, segir í samtali við Vísi að allt hafi gengið eins og í sögu og stemmningin hafi verið algjörlega frábær. Þá hefur veðrið spilað stórt hlutverk í dag enda sannkölluð bongóblíða sem lék við mannskapinn. „Það er náttúrulega viðburður á hverju götuhorni og tónleikar út um allt,“ segir Berghildur í samtali við Vísi. Dagskráin í ár er afar fjölbreytt og hafa gestir hátíðarinnar um margt að velja, til að mynda var fjölmennt á karíókí skemmtun tvíeykisins Hits and Tits og steig þar almenningur á Svið. Þá var einnig ansi fjölmennt í Hörpunni en þar getur fólk farið á tónleika meðal annars með Sinfóníuhljómsveitinni eða hlustað á ljúfa jass tóna. Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. Berghildur segir að stærð svæðisins skipti sköpum fyrir allan mannfjöldann. Berghildur segir svæðið vera stærra en það hefur verið undanfarið. Hátíðin stendur yfir hjá Veröld Vigdísar, í Mathöllinni á Hlemmi, á Klambratúni, á Granda og svo auðvitað í miðbænum sjálfum. „Hátíðarsvæðið er stórt þannig að mannfjöldinn er mikill í bænum en þetta dreifist vel,“ segir Berghildur.
Menningarnótt Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira