Innlent

Opið hús á Bessastöðum á Menningarnótt

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bessastaðir.
Bessastaðir. Vísir/GVA
Opið hús verður á Bessastöðum laugardaginn 19. ágúst næstkomandi á Menningarnótt. Gestir og gangandi geta þá fengið að skoða Bessastaðastofu, sem er elsta húsið á Bessastöðum, móttökusal og fornleifakjallara.

Allir eru velkomnir að aðsetri forseta Íslands á meðan húsrúm leyfir og verður opið frá klukka 12 til klukkan 16.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem opið hús er á Bessastöðum en einnig var þar opið hús á Safnanótt í febrúar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×