Við þurfum að þora að fylla teiginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Halldór Orri Björnsson á æfingu FH í vikunni. Vísir/Ernir Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira