Milljarða fjárfesting HB Granda bundin við bryggju Benedikt Bóas skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Engey RE 91 við bryggju á Akranesi. Unnið er dag og nótt við að koma nýstárlegum búnaði um borð. vísir/eyþór Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira