Upp úr hjólförunum Hanna Katrín Friðriksson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Á sama tíma og það er mikilvægt að finna færar leiðir til bregðast við þeim vanda sem sauðfjárbændur eiga nú í þarf að horfa til framtíðar. Talsverð umræða hefur verið um nýja búvörusamninginn og þó að ekki sé hægt að leita skýringa á núverandi ástandi í þeim tiltekna samningi, er nauðsynlegt að við endurskoðun hans sé litið til stöðunnar. Í öllum rekstri á Íslandi sem byggir á útflutningi er gert ráð fyrir sveiflum á mörkuðum og gengi. Slíkt á einfaldlega ekki að koma á óvart. Það sætir því nokkurri furðu að í sauðfjárhluta búvörusamningsins sé gert ráð fyrir umtalsverðum útflutningi á kjöti en hins vegar eru þar engin úrræði til að mæta slíkum sveiflum. Úr þessu þarf að bæta við endurskoðun búvörusamninga svo eitt dæmi sé tekið. Hvað bráðavanda greinarinnar varðar mun að sjálfsögðu ekki standa á stjórnvöldum að bregðast við innan þess ramma sem samningar og fjárheimildir leyfa. Slíkar lausnir þurfa þó að vera hugsaðar til langs tíma og þær mega ekki vera í þversögn við aðra samninga milli bænda og ríkis. Mistök eru til að læra af þeim og það má draga mikinn lærdóm af þeirri stöðu sem nú er enn og aftur komin upp hjá einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Það er verðug áskorun allra sem að þessum málum koma að forðast að festast í gömlum hjólförum sem ekki færa málin áfram og allra síst í átt að nýjum lausnum. Hugmyndasmiðir núverandi kerfis þyrftu að nýta sér uppbyggilega gagnrýni í stað þess að falla í hefðbundnar gryfjur á borð við þá sem formaður Framsóknarflokksins fellur í þegar hann dylgjar um að Viðreisn sé í hagsmunagæslu fyrir fjármagnsöfl og heildsala af því að flokkurinn boðar breytingar í þessum mikilvægu málum. Sameiginlegt verkefni fram undan er að tryggja hagsmuni bænda og neytenda til lengi tíma. Er ekki vænlegast að nota kraftana óskerta í það?Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tengdar fréttir Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og það er mikilvægt að finna færar leiðir til bregðast við þeim vanda sem sauðfjárbændur eiga nú í þarf að horfa til framtíðar. Talsverð umræða hefur verið um nýja búvörusamninginn og þó að ekki sé hægt að leita skýringa á núverandi ástandi í þeim tiltekna samningi, er nauðsynlegt að við endurskoðun hans sé litið til stöðunnar. Í öllum rekstri á Íslandi sem byggir á útflutningi er gert ráð fyrir sveiflum á mörkuðum og gengi. Slíkt á einfaldlega ekki að koma á óvart. Það sætir því nokkurri furðu að í sauðfjárhluta búvörusamningsins sé gert ráð fyrir umtalsverðum útflutningi á kjöti en hins vegar eru þar engin úrræði til að mæta slíkum sveiflum. Úr þessu þarf að bæta við endurskoðun búvörusamninga svo eitt dæmi sé tekið. Hvað bráðavanda greinarinnar varðar mun að sjálfsögðu ekki standa á stjórnvöldum að bregðast við innan þess ramma sem samningar og fjárheimildir leyfa. Slíkar lausnir þurfa þó að vera hugsaðar til langs tíma og þær mega ekki vera í þversögn við aðra samninga milli bænda og ríkis. Mistök eru til að læra af þeim og það má draga mikinn lærdóm af þeirri stöðu sem nú er enn og aftur komin upp hjá einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Það er verðug áskorun allra sem að þessum málum koma að forðast að festast í gömlum hjólförum sem ekki færa málin áfram og allra síst í átt að nýjum lausnum. Hugmyndasmiðir núverandi kerfis þyrftu að nýta sér uppbyggilega gagnrýni í stað þess að falla í hefðbundnar gryfjur á borð við þá sem formaður Framsóknarflokksins fellur í þegar hann dylgjar um að Viðreisn sé í hagsmunagæslu fyrir fjármagnsöfl og heildsala af því að flokkurinn boðar breytingar í þessum mikilvægu málum. Sameiginlegt verkefni fram undan er að tryggja hagsmuni bænda og neytenda til lengi tíma. Er ekki vænlegast að nota kraftana óskerta í það?Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar