Viðskipti innlent

Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Steingrímur Erlingsson stofnaði Fáfni Offshore árið 2012 en var rekinn þremur árum síðar. Lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar félagsins.
Steingrímur Erlingsson stofnaði Fáfni Offshore árið 2012 en var rekinn þremur árum síðar. Lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar félagsins. Mynd/Havyard
Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta.

Steingrímur stofnaði Fáfni Off­shore árið 2012 og gegndi starfi forstjóra þess þar til í desember árið 2015, þegar hann var rekinn.

Í kjölfarið hófust miklar deilur milli Steingríms og meirihlutaeigenda í Fáfni, sem eru meðal annars framtakssjóðirnir Akur og Horn II.

Félagið sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla á norðlægum slóðum og rekur skipið Polarsyssel, sem er dýrasta skip Íslandssögunnar.

Stjórn Fáfnis hefur tvisvar ráðist í skuldabréfaútgáfu upp á samtals 345 milljónir króna til að tryggja áframhaldandi rekstur. Hlutur Haldleysis í Fáfni Offshore minnkaði um leið úr 21 prósenti í lok árs 2015 í rúm tíu prósent, en félagið tók ekki þátt í útgáfunum.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.

Leiðrétting: Ekki er rétt, líkt og fram kom í upphaflegri frétt, að Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis Offshore, hafi tekið við starfi framkvæmdastjóra félagsins tímabundið eftir að Steingrími var sagt upp í desember 2015. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×