Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 14:30 Á þessari mynd má sjá verðið í nokkrum gjaldmiðlum. Aðsend Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum. H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum.
H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45
H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00
Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45