Setja milljarð í að bæta vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 20:00 Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um að það vanti fólk í yfir 130 stöður í leikskólum og yfir sjötíu í grunnskólum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir algjört forgangsatriði hjá borginni að fylla þessar stöður. „Þetta vinnst með sameiginlegu átaki. Stjórnendur okkar eru útsjónasamir að leita lausna og sviðið er að vinna baki brotnu til að leysa þessi mál. Og það mun leysast," segir Skúli. Stjórnendur hafa bent á að það hafi verið augljóst hvert stefndi strax í vor og margir furða sig á seinum viðbrögðum stjórnvalda. Skúli segir að unnið hafi verið að greiningu á vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara frá því síðasta haust og bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. „Það stefnir í að þetta gæti orðið einn milljarður til viðbótar við þá tvo milljarða sem við höfum fengið í aukningu á þessu ári, miðað við í fyrra, þannig að þetta eru býsna stórar tölur.“Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsÞetta fjármagn er ekki hægt að nota í launahækkanir enda eru laun greidd eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. En borgin mun einnig reyna að höfða til þeirra sem hafa kennararéttindi en starfa á öðrum vettvangi - enda fimm þúsund manns á landinu með kennaramenntun. „Við erum að láta vinna rannsókn af hverju þessi hópur er ekki að nýta sína menntun og hvað við getum gert til að fá fólkið til starfa.“En eru það einhver geimvísindi, er þetta ekki bara spurning um hærri laun? Það er þess vegna sem við byrjuðum á að hækka launin. Þau hafa hækkað talsvert mikið frá 2014 en sannarlega mega þau hækka meira. Það þarf að mínu mati að breyta gildismatinu og launastrúktúrnum í landinu," segir Skúli Helgason. Tengdar fréttir Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08 Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um að það vanti fólk í yfir 130 stöður í leikskólum og yfir sjötíu í grunnskólum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir algjört forgangsatriði hjá borginni að fylla þessar stöður. „Þetta vinnst með sameiginlegu átaki. Stjórnendur okkar eru útsjónasamir að leita lausna og sviðið er að vinna baki brotnu til að leysa þessi mál. Og það mun leysast," segir Skúli. Stjórnendur hafa bent á að það hafi verið augljóst hvert stefndi strax í vor og margir furða sig á seinum viðbrögðum stjórnvalda. Skúli segir að unnið hafi verið að greiningu á vinnuumhverfi leik- og grunnskólakennara frá því síðasta haust og bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. „Það stefnir í að þetta gæti orðið einn milljarður til viðbótar við þá tvo milljarða sem við höfum fengið í aukningu á þessu ári, miðað við í fyrra, þannig að þetta eru býsna stórar tölur.“Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsÞetta fjármagn er ekki hægt að nota í launahækkanir enda eru laun greidd eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga. En borgin mun einnig reyna að höfða til þeirra sem hafa kennararéttindi en starfa á öðrum vettvangi - enda fimm þúsund manns á landinu með kennaramenntun. „Við erum að láta vinna rannsókn af hverju þessi hópur er ekki að nýta sína menntun og hvað við getum gert til að fá fólkið til starfa.“En eru það einhver geimvísindi, er þetta ekki bara spurning um hærri laun? Það er þess vegna sem við byrjuðum á að hækka launin. Þau hafa hækkað talsvert mikið frá 2014 en sannarlega mega þau hækka meira. Það þarf að mínu mati að breyta gildismatinu og launastrúktúrnum í landinu," segir Skúli Helgason.
Tengdar fréttir Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08 Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45 Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu. 10. ágúst 2017 19:08
Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Á leikskólanum Jörfa vantar þriðjung starfsliðsins og er búið að loka einni deild á leikskólanum. Leikskólastjórinn segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. 9. ágúst 2017 18:45
Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa. 11. ágúst 2017 19:30