Nafna lífsstílsdrottningarinnar fékk boðskortið á sérlega opnun H&M fyrir útvalda Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2017 10:41 Meðan Mörtu Smörtu var tekið að lengja eftir boðskortinu rak önnur Marta María, sem bý úti á Seltjarnarnesi, upp stór augu þegar henni var boðið að mæta í partí ásamt öðrum áhrifavöldum. Meðan Mörtu Maríu Jónasdóttur – Mörtu Smörtu á Smartlandi – einni helstu lífsstíls- og samkvæmisdrottningu Íslands, var tekið að lengja eftir boðskorti á sérlega opnun H&M, sem verður nú í lok mánaðarins, rak önnur Marta María upp stór augu; henni var boðið, ásamt öðrum tísku- og lífsstílsfrömuðum, að mæta við opnunina. Sérlegt partí fyrir útvalda.Er enginn lífsstílsáhrifavaldur „Mér datt strax í hug að þetta væri einhver ruglingur,“ segir Marta María Árnadóttir ferðaráðgjafi og henni er skemmt. „Ég er ekki þekkt fyrir að vera einhver áhrifavaldur eða hvað þetta kallast. Og er ekki sú virkasta á samfélagsmiðlum.“ Þegar Mörtu Maríu barst boðskortið á þennan viðburð, sem samkvæmt heimildum Vísis er slegist um að vera boðið á, datt henni strax í hug að boðskortið væri ætlað nöfnu hennar Jónasdóttur, sem reyndar er fjarskyld frænka hennar. „Ég þekki hana ekki neitt. Og, nei, ég geri ekki ráð fyrir að mæta. Það væri gaman en ég verð fyrir vestan,“ segir Marta María sem er að fara á „road trip“ um Vestfirði ásamt vinkonu sinni. „Partíið og áhrifavaldarnir verða að vera án mín í þetta skiptið.“Hlýtur að vera efst á öllum slíkum listumHin Marta María, sem er ólíkt þekktari, segir að sér hafi nú borist boðskortið góða. „Mér var boðið en boðskortið mitt fór víst á nöfnu mína sem er fædd 1993,“ segir lífsstílsdrottningin og henni er dillað. „Ég er komin með mitt í hendur.“Marta María hlýtur að teljast ein helsta lífsstílsdrottning landsins og fráleitt annað en að hún sé á öllum VIP-listum, ekki síst þegar um sérlegt áhrifavaldapartí H&M er að ræða.Þegar Mörtu Maríu var tekið að lengja eftir boðskortinu spurðist hún fyrir og þá kom þetta á daginn. Enda hefði verið með miklum ólíkindum ef samkvæmisdrottning landsins hefði ekki fengið boðskort.Maður hefði ætlað að þú værir efst á öllum slíkum listum? „Já, maður hefði haldið það. Að stærsti lífsstílsvefur á Íslandi væri í fyrsta sæti,“ gantast Marta María og vísar til starfa sinna við mbl. „Mér fannst þetta fyndið.“Óskandi að góða verðið skili sér til ÍslandsMörtu Maríu Jónasdóttur líst mjög vel á opnun H&M á Íslandi. „Þetta er eitthvað sem flest allir hafa beðið eftir, held ég.“ Hún telur ekki úr vegi að ætla að þessi opnun muni marka tímamót og jafnvel verða eitthvað í líkingu við Costco-fárið sem vart sér fyrir endann á hér á Íslandi. „Mér þykir það ekki ólíklegt. Það sem fólk er líka spennt að sjá er hvort góða verðið í H&M skili sér til Íslands. Það væri óskandi fyrir neytendur.“ Tengdar fréttir Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Sjá meira
Meðan Mörtu Maríu Jónasdóttur – Mörtu Smörtu á Smartlandi – einni helstu lífsstíls- og samkvæmisdrottningu Íslands, var tekið að lengja eftir boðskorti á sérlega opnun H&M, sem verður nú í lok mánaðarins, rak önnur Marta María upp stór augu; henni var boðið, ásamt öðrum tísku- og lífsstílsfrömuðum, að mæta við opnunina. Sérlegt partí fyrir útvalda.Er enginn lífsstílsáhrifavaldur „Mér datt strax í hug að þetta væri einhver ruglingur,“ segir Marta María Árnadóttir ferðaráðgjafi og henni er skemmt. „Ég er ekki þekkt fyrir að vera einhver áhrifavaldur eða hvað þetta kallast. Og er ekki sú virkasta á samfélagsmiðlum.“ Þegar Mörtu Maríu barst boðskortið á þennan viðburð, sem samkvæmt heimildum Vísis er slegist um að vera boðið á, datt henni strax í hug að boðskortið væri ætlað nöfnu hennar Jónasdóttur, sem reyndar er fjarskyld frænka hennar. „Ég þekki hana ekki neitt. Og, nei, ég geri ekki ráð fyrir að mæta. Það væri gaman en ég verð fyrir vestan,“ segir Marta María sem er að fara á „road trip“ um Vestfirði ásamt vinkonu sinni. „Partíið og áhrifavaldarnir verða að vera án mín í þetta skiptið.“Hlýtur að vera efst á öllum slíkum listumHin Marta María, sem er ólíkt þekktari, segir að sér hafi nú borist boðskortið góða. „Mér var boðið en boðskortið mitt fór víst á nöfnu mína sem er fædd 1993,“ segir lífsstílsdrottningin og henni er dillað. „Ég er komin með mitt í hendur.“Marta María hlýtur að teljast ein helsta lífsstílsdrottning landsins og fráleitt annað en að hún sé á öllum VIP-listum, ekki síst þegar um sérlegt áhrifavaldapartí H&M er að ræða.Þegar Mörtu Maríu var tekið að lengja eftir boðskortinu spurðist hún fyrir og þá kom þetta á daginn. Enda hefði verið með miklum ólíkindum ef samkvæmisdrottning landsins hefði ekki fengið boðskort.Maður hefði ætlað að þú værir efst á öllum slíkum listum? „Já, maður hefði haldið það. Að stærsti lífsstílsvefur á Íslandi væri í fyrsta sæti,“ gantast Marta María og vísar til starfa sinna við mbl. „Mér fannst þetta fyndið.“Óskandi að góða verðið skili sér til ÍslandsMörtu Maríu Jónasdóttur líst mjög vel á opnun H&M á Íslandi. „Þetta er eitthvað sem flest allir hafa beðið eftir, held ég.“ Hún telur ekki úr vegi að ætla að þessi opnun muni marka tímamót og jafnvel verða eitthvað í líkingu við Costco-fárið sem vart sér fyrir endann á hér á Íslandi. „Mér þykir það ekki ólíklegt. Það sem fólk er líka spennt að sjá er hvort góða verðið í H&M skili sér til Íslands. Það væri óskandi fyrir neytendur.“
Tengdar fréttir Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Sjá meira
Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45