Nafna lífsstílsdrottningarinnar fékk boðskortið á sérlega opnun H&M fyrir útvalda Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2017 10:41 Meðan Mörtu Smörtu var tekið að lengja eftir boðskortinu rak önnur Marta María, sem bý úti á Seltjarnarnesi, upp stór augu þegar henni var boðið að mæta í partí ásamt öðrum áhrifavöldum. Meðan Mörtu Maríu Jónasdóttur – Mörtu Smörtu á Smartlandi – einni helstu lífsstíls- og samkvæmisdrottningu Íslands, var tekið að lengja eftir boðskorti á sérlega opnun H&M, sem verður nú í lok mánaðarins, rak önnur Marta María upp stór augu; henni var boðið, ásamt öðrum tísku- og lífsstílsfrömuðum, að mæta við opnunina. Sérlegt partí fyrir útvalda.Er enginn lífsstílsáhrifavaldur „Mér datt strax í hug að þetta væri einhver ruglingur,“ segir Marta María Árnadóttir ferðaráðgjafi og henni er skemmt. „Ég er ekki þekkt fyrir að vera einhver áhrifavaldur eða hvað þetta kallast. Og er ekki sú virkasta á samfélagsmiðlum.“ Þegar Mörtu Maríu barst boðskortið á þennan viðburð, sem samkvæmt heimildum Vísis er slegist um að vera boðið á, datt henni strax í hug að boðskortið væri ætlað nöfnu hennar Jónasdóttur, sem reyndar er fjarskyld frænka hennar. „Ég þekki hana ekki neitt. Og, nei, ég geri ekki ráð fyrir að mæta. Það væri gaman en ég verð fyrir vestan,“ segir Marta María sem er að fara á „road trip“ um Vestfirði ásamt vinkonu sinni. „Partíið og áhrifavaldarnir verða að vera án mín í þetta skiptið.“Hlýtur að vera efst á öllum slíkum listumHin Marta María, sem er ólíkt þekktari, segir að sér hafi nú borist boðskortið góða. „Mér var boðið en boðskortið mitt fór víst á nöfnu mína sem er fædd 1993,“ segir lífsstílsdrottningin og henni er dillað. „Ég er komin með mitt í hendur.“Marta María hlýtur að teljast ein helsta lífsstílsdrottning landsins og fráleitt annað en að hún sé á öllum VIP-listum, ekki síst þegar um sérlegt áhrifavaldapartí H&M er að ræða.Þegar Mörtu Maríu var tekið að lengja eftir boðskortinu spurðist hún fyrir og þá kom þetta á daginn. Enda hefði verið með miklum ólíkindum ef samkvæmisdrottning landsins hefði ekki fengið boðskort.Maður hefði ætlað að þú værir efst á öllum slíkum listum? „Já, maður hefði haldið það. Að stærsti lífsstílsvefur á Íslandi væri í fyrsta sæti,“ gantast Marta María og vísar til starfa sinna við mbl. „Mér fannst þetta fyndið.“Óskandi að góða verðið skili sér til ÍslandsMörtu Maríu Jónasdóttur líst mjög vel á opnun H&M á Íslandi. „Þetta er eitthvað sem flest allir hafa beðið eftir, held ég.“ Hún telur ekki úr vegi að ætla að þessi opnun muni marka tímamót og jafnvel verða eitthvað í líkingu við Costco-fárið sem vart sér fyrir endann á hér á Íslandi. „Mér þykir það ekki ólíklegt. Það sem fólk er líka spennt að sjá er hvort góða verðið í H&M skili sér til Íslands. Það væri óskandi fyrir neytendur.“ Tengdar fréttir Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Meðan Mörtu Maríu Jónasdóttur – Mörtu Smörtu á Smartlandi – einni helstu lífsstíls- og samkvæmisdrottningu Íslands, var tekið að lengja eftir boðskorti á sérlega opnun H&M, sem verður nú í lok mánaðarins, rak önnur Marta María upp stór augu; henni var boðið, ásamt öðrum tísku- og lífsstílsfrömuðum, að mæta við opnunina. Sérlegt partí fyrir útvalda.Er enginn lífsstílsáhrifavaldur „Mér datt strax í hug að þetta væri einhver ruglingur,“ segir Marta María Árnadóttir ferðaráðgjafi og henni er skemmt. „Ég er ekki þekkt fyrir að vera einhver áhrifavaldur eða hvað þetta kallast. Og er ekki sú virkasta á samfélagsmiðlum.“ Þegar Mörtu Maríu barst boðskortið á þennan viðburð, sem samkvæmt heimildum Vísis er slegist um að vera boðið á, datt henni strax í hug að boðskortið væri ætlað nöfnu hennar Jónasdóttur, sem reyndar er fjarskyld frænka hennar. „Ég þekki hana ekki neitt. Og, nei, ég geri ekki ráð fyrir að mæta. Það væri gaman en ég verð fyrir vestan,“ segir Marta María sem er að fara á „road trip“ um Vestfirði ásamt vinkonu sinni. „Partíið og áhrifavaldarnir verða að vera án mín í þetta skiptið.“Hlýtur að vera efst á öllum slíkum listumHin Marta María, sem er ólíkt þekktari, segir að sér hafi nú borist boðskortið góða. „Mér var boðið en boðskortið mitt fór víst á nöfnu mína sem er fædd 1993,“ segir lífsstílsdrottningin og henni er dillað. „Ég er komin með mitt í hendur.“Marta María hlýtur að teljast ein helsta lífsstílsdrottning landsins og fráleitt annað en að hún sé á öllum VIP-listum, ekki síst þegar um sérlegt áhrifavaldapartí H&M er að ræða.Þegar Mörtu Maríu var tekið að lengja eftir boðskortinu spurðist hún fyrir og þá kom þetta á daginn. Enda hefði verið með miklum ólíkindum ef samkvæmisdrottning landsins hefði ekki fengið boðskort.Maður hefði ætlað að þú værir efst á öllum slíkum listum? „Já, maður hefði haldið það. Að stærsti lífsstílsvefur á Íslandi væri í fyrsta sæti,“ gantast Marta María og vísar til starfa sinna við mbl. „Mér fannst þetta fyndið.“Óskandi að góða verðið skili sér til ÍslandsMörtu Maríu Jónasdóttur líst mjög vel á opnun H&M á Íslandi. „Þetta er eitthvað sem flest allir hafa beðið eftir, held ég.“ Hún telur ekki úr vegi að ætla að þessi opnun muni marka tímamót og jafnvel verða eitthvað í líkingu við Costco-fárið sem vart sér fyrir endann á hér á Íslandi. „Mér þykir það ekki ólíklegt. Það sem fólk er líka spennt að sjá er hvort góða verðið í H&M skili sér til Íslands. Það væri óskandi fyrir neytendur.“
Tengdar fréttir Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45