Íslenski boltinn

Tryggvi Hrafn á förum til Halmstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Hrafn í búningi Halmstad.
Tryggvi Hrafn í búningi Halmstad. mynd/halmstad
Tryggvi Hrafn Haraldsson, framherji ÍA og U-21 árs landsliðsins, er þessa stundina í læknisskoðun hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Halmstad.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur Halmstad náð samkomulagi við ÍA um kaup á Skagamanninum.

Tryggvi er annar Íslendingurinn sem Halmstad fær í sumar en undir lok júlí gekk Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson í raðir félagsins.

Tryggvi er markahæsti leikmaður ÍA í Pepsi-deildinni með fimm mörk í 13 leikjum. Þá skoraði hann tvö mörk í jafn mörgum bikarleikjum í sumar.

Tryggvi skaust fram á sjónarsviðið á síðasta tímabili og frammistaða hans vakti athygli Heimis Hallgrímssonar sem valdi hann í landsliðið fyrir leik gegn Mexíkó í febrúar á þessu ári. Tryggvi hefur einnig leikið þrjá leiki fyrir U-21 árs landslið Íslands og skorað eitt mark.

Ljóst er að hagur ÍA vænkast ekki við að missa Tryggva. Skagamenn sitja á botni Pepsi-deildarinnar með 10 stig, sex stigum frá öruggu sæti þegar átta umferðum er ólokið. Staða þeirra er því afar erfið.

Halmstad situr í fimmtánda og næstneðsta sæti sænsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Sirius á laugardaginn.

Uppfært 18:30

Halmstad hefur staðfest félagaskipti Tryggva. Skagamaðurinn skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Halmstad.


Tengdar fréttir

Höskuldur til Halmstad

Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Halmstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×