Eyþóra Elísabet á íslenska foreldra en fæddist í Hollandi og keppir fyrir Holland. Hún fæddist 10. ágúst 1998 og fagnar því 19 ára afmæli sínu í dag.
Eyþóra hefur náð mjög flottum árangri á síðustu stórmótum. Hún varð níunda í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og á Evrópumeistaramótinu í Rúmeníu í apríl vann hún tvenn verðlaun.
Eyþóra fékk þá silfurverðlaun á slá og bronsverðlaun á gólfi en hún endaði í tólfta sæti í fjölþrautinni.
Eyþóra keppti á Reykjavíkurleikunum í janúar og vann þá fimm verðlaun þar af gull í fjölþraut og á jafnvægisslá.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið á fésbókarsíðu evrópska fimleiksambandsins þar sem Eyþóra gerir flottar æfingar á slá á Evrópumótinu í Cluj-Napoca í Rúmeníu í apríl.