Innlent

Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
ÞIngmenn munu spyrja dómsmálaráðherra spjörunum úr.
ÞIngmenn munu spyrja dómsmálaráðherra spjörunum úr. Vísir/Ernir
Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun svara spurningum nefndarmanna. Þá hefur Bergi Þór Ingólfssyni, sem barist hefur fyrir því að reglum um uppreist æru verði breytt, verið boðið að koma fyrir nefndina.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, óskaði eftir fundinum, en reglur um uppreist æru hafa mikið verið til umfjöllunar í samfélaginu eftir að Roberti Downey, sem braut kynferðislega gegn fjölda ungra stúlkna, hlaut uppreist æru sem og lögmannsréttindi sín.

Bergur Þór hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir hvernig staðið er að veitingu uppreist æru. Hefur hann sagt að miðað við núverandi ferli sé jafn auðvelt að hljóta uppreist æru og sækja um kort í Costco. Dómsmálaráðherra hefur í kjölfarið boðað að breytingar verði gerðar á ferlinu.

Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á fundinum.

Sjá má upptöku frá fundinum hér að neðan. Þá var einnig fylgst með framvindu mála í beinni textalýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×