Samstarfsmaður Trump bað Pútín um aðstoð Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2017 08:30 Michael Cohen sendi aðstoðarmanni Pútín póst með ósk um aðstoð í fyrra. Vísir/AFP Einn framkvæmdastjóra viðskiptaveldis Donalds Trump reyndi að tryggja fasteignafyrirtæki hans aðstoð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í fyrra á sama tíma og Trump var í framboði til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í gögnum sem voru afhent Bandaríkjaþingi í gær og Washington Post segir frá. Michael Cohen, einn helsti viðskiptaráðgjafi Trump, sendi talsmanni Pútín tölvupóst þar sem hann óskaði eftir aðstoð við að koma byggingaráformum í Moskvu sem voru á ís aftur af stað í janúar í fyrra. „Þar sem þetta verkefni er of mikilvægt óska ég hér með eftir aðstoð þinni. Ég bið virðingarfyllst um að einhver, helst þú, hafir samband svo ég geti rætt smáatriðin og einnig komið á fundum á milli viðeigandi einstaklinga. Með fyrir fram þökkum og ég hlakka til að heyra í þér fljótt,“ skrifaði Cohen til Dmitrí Peskov, náins bandamanns Pútín.Trump og Pútín hittust á fundi G20-ríkjanna í sumar. Pútín er sagður hafa hjálpað Trump í kosningabaráttunni í fyrra.Vísir/AFPFékk ekkert svarWashington Post segir að þetta séu skýrustu samskipti náinna bandamanna Trump og Pútín í kosningabaráttunni sem komið hafi í ljós fram að þessu. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins rannsakar nú hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Cohen, sem var varaforseti viðskiptaveldis Trump, sagði rannsakendum Bandaríkjaþings í gær að hann minntist þess ekki að hafa fengið svar frá Peskov eða að hafa haft frekari samskipti við rússneska embættismenn. Tölvupósturinn sem hann sendi á Peskov virðist einnig hafa verið sendur á almennt póstfang stjórnvalda í Kreml.Neitar að samskiptin sýni fram á samráðLögmaður Trump segir að hann hafi ekkert vitað af skeytasendingum Cohen. Það að Cohen hafi ekki fengið svar staðfesti að ekkert samráð hafi átt sér stað. Byggingaráformin snerust um að reisa Trump-turn í Moskvu. Hætt var við verkefnið í janúar í fyrra þar sem ekki fengust tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Einn framkvæmdastjóra viðskiptaveldis Donalds Trump reyndi að tryggja fasteignafyrirtæki hans aðstoð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í fyrra á sama tíma og Trump var í framboði til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í gögnum sem voru afhent Bandaríkjaþingi í gær og Washington Post segir frá. Michael Cohen, einn helsti viðskiptaráðgjafi Trump, sendi talsmanni Pútín tölvupóst þar sem hann óskaði eftir aðstoð við að koma byggingaráformum í Moskvu sem voru á ís aftur af stað í janúar í fyrra. „Þar sem þetta verkefni er of mikilvægt óska ég hér með eftir aðstoð þinni. Ég bið virðingarfyllst um að einhver, helst þú, hafir samband svo ég geti rætt smáatriðin og einnig komið á fundum á milli viðeigandi einstaklinga. Með fyrir fram þökkum og ég hlakka til að heyra í þér fljótt,“ skrifaði Cohen til Dmitrí Peskov, náins bandamanns Pútín.Trump og Pútín hittust á fundi G20-ríkjanna í sumar. Pútín er sagður hafa hjálpað Trump í kosningabaráttunni í fyrra.Vísir/AFPFékk ekkert svarWashington Post segir að þetta séu skýrustu samskipti náinna bandamanna Trump og Pútín í kosningabaráttunni sem komið hafi í ljós fram að þessu. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins rannsakar nú hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Cohen, sem var varaforseti viðskiptaveldis Trump, sagði rannsakendum Bandaríkjaþings í gær að hann minntist þess ekki að hafa fengið svar frá Peskov eða að hafa haft frekari samskipti við rússneska embættismenn. Tölvupósturinn sem hann sendi á Peskov virðist einnig hafa verið sendur á almennt póstfang stjórnvalda í Kreml.Neitar að samskiptin sýni fram á samráðLögmaður Trump segir að hann hafi ekkert vitað af skeytasendingum Cohen. Það að Cohen hafi ekki fengið svar staðfesti að ekkert samráð hafi átt sér stað. Byggingaráformin snerust um að reisa Trump-turn í Moskvu. Hætt var við verkefnið í janúar í fyrra þar sem ekki fengust tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15