Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:54 Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Kompás Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00