Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 08:39 Arpaio var tíður gestur á fjöldafundum Trump í kosningabaráttunni. Þeir hafa verið bandamenn frá því að báðir sökuðu Barack Obama um að vera ekki löglegur forseti. Vísir/AFP Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00