Stóriðjufíaskó á Suðurnesjum Tómas Guðbjartsson skrifar 25. ágúst 2017 11:35 Það var skrítin tilfinning að koma í Reykjanesbæ í gær og halda fyrirlestur um náttúruvernd í troðfullum Stapa. Þarna voru samankomnir íbúar, fulltrúar Umhverfisstofnunar og allra flokka í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að fólk er löngu búið að fá nóg af ruglinu í kringum verksmiðju United Silicon, enda margir íbúanna búnir að missa heilsuna og lífsgæði fjölda fjölskyldna skert. Skiljanlega hefur fólk mestar áhyggjur af börnum sínum en í Reykjanesbæ eru hátt í 600 börn í leikskólum - börn sem leika sér utanhúss. Eins og Andri Snær Magnason benti á í frábæru erindi sínu þá er stóriðjuuppbygging í Helguvík eitt mesta klúður sem þekkist á nokkru iðnaðarsvæði í heiminum. Þarna stendur hálfklárað risaálver við hliðina á stórgallaðri verksmiðju United Silicon - verksmiðju sem aðeins er keyrð á einum ofni (32 MW) en ekki fjórum (128 MW) eins og áætlanir gera ráð fyrir - en þá verður framleiðslugetan 90.000 tonn. Síðan ráðgerir Thorsill að byggja á sama svæði 110.000 tonna kísiliðjuver, en samanlagt munu verin brenna um 300 þús. tonnum af kolum á ári. Ekki var annað að heyra á bæjarfulltrúum (sem allir voru í ábernandi vörn) en að verksmiðja Thorsil hefji framleiðslu árið 2020. Kísiliðjuverin í Helguvík verða þá þau stærstu í heimi og Ísland heimsmeistari í framleiðslu kísils. Sem læknir get ég vottað að kísilryk er langt frá því að vera gott fyrir heilsuna, það sýna rannsóknir. Mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að byggja stærstu kísilver í heimi tæpum 1,8 km frá einu helsta þéttbýliskjarna landsins. Samfélagi sem stendur í miklum blóma, enda ferðamannaiðnaður óvíða blómlegri. Fólk hefur undanfarin ár viljað flytja í Reykjanesbæ - sem gæti breyst snarlega ef klúðrinu í Helguvík verður ekki snúið við. Ljóst er að fyrri bæjarstjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er - sem er birtingarmynd stóriðjustefnu í sinni verstu mynd. Grein Árna Sigfússonar, fyrrverandi bæjarstóra í Víkurfréttum frá 2015 er afar athyglisverð, en þar „óskar hann íbúum til hamingju” með verksmiðju United Silicon og mærir Magnús Garðarsson, eiganda og fyrrum forstjóra United Silicon. Sami Magnús hefur skilið eftir sig sviðna jörð og var sparkað frá United Silicon í byrjun árs. Ummæli Ásgeirs Margeirssonar forstjóra HS Orku, sem líkt og flestir aðrir sver af sér öll tengsl við Helguvík og United Silicon, eru einnig athyglisverð. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu segir hann að mikilvægt sé að útvega meiri orku á Íslandi, ekki síst til annarra kísiliðjuvera - en þau hélt ég einmitt að væru staðsett í Helguvík.Áhugi HS Orku á 55 MW vatnsaflsvirkjun í ósnortnum Ófeigsfirði á Ströndum skýrist því fyrst og fremst af skuldbindingum fyrirtækisins til stóriðju á SV horninu - en ekki til að tryggja rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Í fjóra áratugi hefur HS Orka sérhæft sig í gufuaflsvirkjunum á SV horninu, en þar hefur kraftur í borholum fyrirtækisins dvínað mun hraðar en gert var ráð fyrir. Ástæðan er sú að gengið hefur verið of hratt á auðlindina, jarðgufuna, svo framleiða megi næga orku til mengandi stóriðju. Merkilegt nokk hefur HS Orka nýlega fengið leyfi fyrir borunum á svokölluðum Eldvörpum, í nágrenni við virkjun sína í Svartsengi, en Eldvörpin eru ein mesta náttúruperla Suðurnesja. Eldvörpin.Það er því ekki aðeins verið að menga fyrir íbúum Suðurnesja með stóriðju, heldur er verið að ræna þá náttúruperlum með vanhugsuðum virkjanaframkvæmdum - á jarðhitasvæðum sem eru staðsett á einu helsta ferðamannasvæði landsins. Er það bara mér sem finnst þetta rugl? Svari hver fyrir sig. Ég legg til að verksmiðju United Silicon verði lokað hið fyrsta, óafturkræft og verksmiðju Thorsil ýtt út af borðinu. Fjármögnun Thorsil-verksmiðjunnar er ekki lokið og vona ég að lífeyrissjóðir, bankar og aðrir fjárfestar haldi að sér höndum og taki ekki þátt í stóriðjuframkvæmdum og virkjanaframkvæmdum, sem bæði eyðileggja heilsu fólks en um leið náttúru Íslands. Framtíð Íslands er í húfi.Höfundur er skurðlæknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það var skrítin tilfinning að koma í Reykjanesbæ í gær og halda fyrirlestur um náttúruvernd í troðfullum Stapa. Þarna voru samankomnir íbúar, fulltrúar Umhverfisstofnunar og allra flokka í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að fólk er löngu búið að fá nóg af ruglinu í kringum verksmiðju United Silicon, enda margir íbúanna búnir að missa heilsuna og lífsgæði fjölda fjölskyldna skert. Skiljanlega hefur fólk mestar áhyggjur af börnum sínum en í Reykjanesbæ eru hátt í 600 börn í leikskólum - börn sem leika sér utanhúss. Eins og Andri Snær Magnason benti á í frábæru erindi sínu þá er stóriðjuuppbygging í Helguvík eitt mesta klúður sem þekkist á nokkru iðnaðarsvæði í heiminum. Þarna stendur hálfklárað risaálver við hliðina á stórgallaðri verksmiðju United Silicon - verksmiðju sem aðeins er keyrð á einum ofni (32 MW) en ekki fjórum (128 MW) eins og áætlanir gera ráð fyrir - en þá verður framleiðslugetan 90.000 tonn. Síðan ráðgerir Thorsill að byggja á sama svæði 110.000 tonna kísiliðjuver, en samanlagt munu verin brenna um 300 þús. tonnum af kolum á ári. Ekki var annað að heyra á bæjarfulltrúum (sem allir voru í ábernandi vörn) en að verksmiðja Thorsil hefji framleiðslu árið 2020. Kísiliðjuverin í Helguvík verða þá þau stærstu í heimi og Ísland heimsmeistari í framleiðslu kísils. Sem læknir get ég vottað að kísilryk er langt frá því að vera gott fyrir heilsuna, það sýna rannsóknir. Mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að byggja stærstu kísilver í heimi tæpum 1,8 km frá einu helsta þéttbýliskjarna landsins. Samfélagi sem stendur í miklum blóma, enda ferðamannaiðnaður óvíða blómlegri. Fólk hefur undanfarin ár viljað flytja í Reykjanesbæ - sem gæti breyst snarlega ef klúðrinu í Helguvík verður ekki snúið við. Ljóst er að fyrri bæjarstjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er - sem er birtingarmynd stóriðjustefnu í sinni verstu mynd. Grein Árna Sigfússonar, fyrrverandi bæjarstóra í Víkurfréttum frá 2015 er afar athyglisverð, en þar „óskar hann íbúum til hamingju” með verksmiðju United Silicon og mærir Magnús Garðarsson, eiganda og fyrrum forstjóra United Silicon. Sami Magnús hefur skilið eftir sig sviðna jörð og var sparkað frá United Silicon í byrjun árs. Ummæli Ásgeirs Margeirssonar forstjóra HS Orku, sem líkt og flestir aðrir sver af sér öll tengsl við Helguvík og United Silicon, eru einnig athyglisverð. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu segir hann að mikilvægt sé að útvega meiri orku á Íslandi, ekki síst til annarra kísiliðjuvera - en þau hélt ég einmitt að væru staðsett í Helguvík.Áhugi HS Orku á 55 MW vatnsaflsvirkjun í ósnortnum Ófeigsfirði á Ströndum skýrist því fyrst og fremst af skuldbindingum fyrirtækisins til stóriðju á SV horninu - en ekki til að tryggja rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Í fjóra áratugi hefur HS Orka sérhæft sig í gufuaflsvirkjunum á SV horninu, en þar hefur kraftur í borholum fyrirtækisins dvínað mun hraðar en gert var ráð fyrir. Ástæðan er sú að gengið hefur verið of hratt á auðlindina, jarðgufuna, svo framleiða megi næga orku til mengandi stóriðju. Merkilegt nokk hefur HS Orka nýlega fengið leyfi fyrir borunum á svokölluðum Eldvörpum, í nágrenni við virkjun sína í Svartsengi, en Eldvörpin eru ein mesta náttúruperla Suðurnesja. Eldvörpin.Það er því ekki aðeins verið að menga fyrir íbúum Suðurnesja með stóriðju, heldur er verið að ræna þá náttúruperlum með vanhugsuðum virkjanaframkvæmdum - á jarðhitasvæðum sem eru staðsett á einu helsta ferðamannasvæði landsins. Er það bara mér sem finnst þetta rugl? Svari hver fyrir sig. Ég legg til að verksmiðju United Silicon verði lokað hið fyrsta, óafturkræft og verksmiðju Thorsil ýtt út af borðinu. Fjármögnun Thorsil-verksmiðjunnar er ekki lokið og vona ég að lífeyrissjóðir, bankar og aðrir fjárfestar haldi að sér höndum og taki ekki þátt í stóriðjuframkvæmdum og virkjanaframkvæmdum, sem bæði eyðileggja heilsu fólks en um leið náttúru Íslands. Framtíð Íslands er í húfi.Höfundur er skurðlæknir og náttúruverndarsinni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun