Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 15:46 Úr öðrum kappræðum kosningabaráttunnar þar sem Hillary segist hafa upplifað framkomu Trump sem ógnun við sig. vísir/epa Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“ Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum sem fóru fram tveimur dögum eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Trump hefði áreitt konur með því að klípa þær í klofið. Í morgunþætti MSNBC í morgun var spiluð upptaka þar sem Hillary les brot úr nýrri bók sinni sem fjallar um kosningabaráttuna og kosningarnar. Þar lýsir hún því hversu óþægilega henni hafi liðið í umræddum kappræðum. „Þetta er ekki í lagi, hugsaði ég með mér. Þetta voru kappræður númer tvö og Donald Trump var þarna fyrir aftan mig. Tveimur dögum áður hafði hann gortað sig af því að áreita konur. Núna vorum við saman á litlu sviði og það skipti ekki máli hvert ég fór, hann elti mig, starði á mig, gretti sig. Þetta var ótrúlega óþægilegt. Hann var bókstaflega að anda niður hálsmálið á mér,“ segir Hillary á upptökunni og hún heldur áfram:„Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu“ „Þetta var eitt af þessum augnablikum þar sem þú vilt geta ýtt á pásu og spurt alla sem eru að horfa: „Jæja, hvað mynduð þið gera?“ Heldur maður ró sinni, brosir og heldur áfram eins og hann sé ekki að ráðast inn í þitt persónulega rými? Eða snýrðu þér við, lítur í augun á honum og segir hátt og snjallt: „Farðu, ógeðið þitt, farðu burt frá mér. Ég veit að þú elskar að ógna konum en þú getur ekki ógnað mér svo farðu.““ En Hillary ákvað að halda ró sinni og lýsir hún því í bókinni að hún hafi tekið þá ákvörðun byggða á reynslu sinni þar sem hún segist hafa þurft að eiga við erfiða menn allt sitt líf sem reyndu að hrista hana af sér. Bókin kemur út þann 12. september og heitir What happened? eða Hvað gerðist? Hillary segir að bókinni sé ekki ætlað að vera ítarleg frásögn af kosningabaráttunni heldur vilji hún draga tjaldið frá og segja frá reynslu sem var allt í senn spennandi, skemmtileg og pirrandi.Leiðrétting: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt úr „Hillary fékk gæsahúð við að eiga við „ógeðið“ Trump“ í „Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump“
Donald Trump Tengdar fréttir Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18
Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Silja Bára Ómarsdóttir segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt eins illa undirbúinn málefnanlega til leiks í kappræður forsetaframbjóðenda og Donald Trump. 10. október 2016 08:59
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14