Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2017 23:30 Mitch McConnell hefur verið leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2007. Í minnihluta fyrstu átta árin en í meirihluta síðan í janúar 2015. Vísir/Getty Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman. McConnell er sagður hafa efasemdir um að Donald Trump muni geta bjargað forsetatíð hans eftir erfitt sumar.Þetta kemur fram í ítarlegri frétt New York Times þar sem kalt stríð er sagt ríkja á milli Trump og McConnell eftir að sá fyrrnefndi gagnrýndi þann síðarnefnda í röð tísta fyrr í mánuðinum. Stirðleiki í samskiptum þeirra á milli er sagður hafa náð hámarki eftir að þeir töluðust við í síma þann 9. ágúst síðastliðinn.Skammaði McConnell Trump hringdi þá í McConnell og sakaði hann um að hafa klúðrað umdeildu heilbrigðisfrumvarpi sem náði ekki í gegnum Bandaríkjaþing. Þá er hann einnig sagður hafa skammað McConnell fyrir að hafa ekki komið sér til varnar vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum á síðasta ári, að því er heimildarmenn New York Times innan raða Repúblikanaflokksins herma. Eru þeir sagðir hafa öskrað á hvern annan á meðan á símtalinu stóð en McConnell, ásamt fleiri þingmönnum Repúblikana, virðast vera orðnir þreyttir á gagnrýni Trump á samflokksmenn hans. Er McConnell sagður hafa alvarlegar efasemdur um hvort að Trump geti leitt flokkinn í gegnum næstu þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Trump hefur átt undir högg að sækja að undanförnu, ekki síst eftir harða gagnrýni á viðbrögð hans við ofbeldi í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28 Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman. McConnell er sagður hafa efasemdir um að Donald Trump muni geta bjargað forsetatíð hans eftir erfitt sumar.Þetta kemur fram í ítarlegri frétt New York Times þar sem kalt stríð er sagt ríkja á milli Trump og McConnell eftir að sá fyrrnefndi gagnrýndi þann síðarnefnda í röð tísta fyrr í mánuðinum. Stirðleiki í samskiptum þeirra á milli er sagður hafa náð hámarki eftir að þeir töluðust við í síma þann 9. ágúst síðastliðinn.Skammaði McConnell Trump hringdi þá í McConnell og sakaði hann um að hafa klúðrað umdeildu heilbrigðisfrumvarpi sem náði ekki í gegnum Bandaríkjaþing. Þá er hann einnig sagður hafa skammað McConnell fyrir að hafa ekki komið sér til varnar vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum á síðasta ári, að því er heimildarmenn New York Times innan raða Repúblikanaflokksins herma. Eru þeir sagðir hafa öskrað á hvern annan á meðan á símtalinu stóð en McConnell, ásamt fleiri þingmönnum Repúblikana, virðast vera orðnir þreyttir á gagnrýni Trump á samflokksmenn hans. Er McConnell sagður hafa alvarlegar efasemdur um hvort að Trump geti leitt flokkinn í gegnum næstu þingkosningar sem fram fara á næsta ári. Trump hefur átt undir högg að sækja að undanförnu, ekki síst eftir harða gagnrýni á viðbrögð hans við ofbeldi í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville á dögunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28 Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvejru hann kann að taka upp á. 19. ágúst 2017 10:28
Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Gjáin á milli Bandaríkjaforseta og samflokksmanna hans heldur áfram að breikka. Repúblikanar reiðast forsetanum fyrir að segja að öfgaþjóðernissinnar beri ekki fulla ábyrgð á óeirðunum í Charlottesville. 17. ágúst 2017 06:00
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Móðir konunnar sem lést í Charlottesville ætlar ekki að ræða við Trump Ástæðuna segir hún vera yfirlýsingar hans á blaðamannafundi á þriðjudag. 18. ágúst 2017 14:00