Biggi flugþjónn ósáttur við akstursbann: „Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 21:50 Birgir Örn, áður þekktur sem Biggi lögga, segist ósammála lögreglustjóranum „Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan: Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
„Ég skil vel að þeir séu ósáttir. Þó að þessi ákvörðun lögreglustjórans sé að vissu leyti skiljanleg er ég persónulega ekki sammála henni,“ segir Birgir Örn Guðjónsson fyrrum lögreglumaður um akstursbann Fornbílaklúbb Íslands á Ljósanótt. Birgir Örn, nú þekktur sem Biggi flugþjónn, skrifaði opna færslu um málið á Facebook. Þar segir hann að það geti verið mjög erfitt að finna meðalveginn og reyna að tryggja öryggi okkar ásættanlega án þess að skerða frelsið of mikið. Hvað næst?Eins og kom fram á Vísi í gær er Fornbílaklúbbur Íslands mjög ósáttur við ákvörðun Ólafs Helga Kjartanssonar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, fyrir að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ. Hátíðarakstur bifhjóla hefur ekki verið blásinn af á Ljósanæturhátíðinni sem verður haldin 2.september næstkomandi. „Nú hafa nokkrir glæpamenn nota bíla sem morðvopn. Bílar eru jú allsstaðar og líka fólk. Þetta er óþægilega einfalt. Hversu langt ætlum við nú að ganga til að vernda okkur frá því að einhver noti bíl sem morðvopn á fjölförnum stöðum. Ætlum við að búast við því að allir ökumenn séu hugsanlega morðingjar? Ætlum við að loka götum, banna akstur eða banna bara fólk í kringum bíla? Hvað næst?“ skrifar Birgir Örn. Stórmál í stóru myndinniBirgir Örn segir að við séum stödd í því sem virðist vera endalaus eltingaleikur við óttann. „Hvað ætlum við að banna næst? Hvað ætlum við að leyfa glæpamönnum og morðingjum að hafa mikil áhrif á okkar daglega líf?“ Að hans mati ætti samfélagið að fara í naflaskoðun og ákveða hversu langt við erum til í að ganga í því að fórna gleði okkar, frelsi og mannréttindum á altari óttans „Það er kannski ekkert stórmál að banna einhverjum fornbílum að aka árlegan hátíðarakstur. Eða jú. Kannski er það stórmál í stóru myndinni. Myndinni sem stöðugt er verið er að mála af samfélaginu. Myndinni sem tekur sífelldum breytingum og er alltaf að þróast. Þetta er í raun enn ein óverðskulduð pensilstrokan sem hryðjuverkamenn fá að mála á strigann. Strigann okkar.“Færslu Birgis í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:
Ljósanótt Reykjanesbær Tengdar fréttir Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt Lögreglustjórinn segir ákvörðunina byggja á öryggissjónarmiðum. 21. ágúst 2017 15:40