Bann norskrar skíðagöngustjörnu staðfest og lengt | Missir af Ólympíuleikunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2017 12:30 Johaug á blaðamannafundi. Vísir/Getty Therese Johaug, ein skærasta stjarna Noregs í skíðagöngu, mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári. Það var staðfest í dag en Áfrýjunardómstóll íþróttamála í Lausanne staðfesti átján mánaða keppnisbann yfir henni. „Hjarta mitt er brostið. Ég átti mér draum um að fara á Ólympíuleikana,“ sagði hún tárvot á blaðamannafundi skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Mér finnst þetta ósanngjarnt. Mér finnst að það hafi verið komið fram við mig á ósanngjarnan máta í þessu máli,“ sagði hún enn fremur. Johaug var upphaflega dæmd í þrettán mánaða bann sem hefði gert henni kleift að keppa á leikunum í Pyeongchang í febrúar. En Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði einnig fyrir dómstólnum og vildi fá lengra keppnisbann. Johaug féll á lyfjaprófi en sterar fundust í sýni hennar á síðasta ári. Hún hélt því fram að hafa notað varasalva þegar hún var við æfingar á Ítalíu. Læknir norska keppnisliðsins útvegaði henni varasalvann sem húnn fékk fyrir sólbruna á vörum. „Ég tel að ég hafi ekki haft rangt við. Ég fór til sérfræðings sem lét mig fá smyrsli. Ég spurði hvort að það væri á bannlista og hann sagði nei.“ Í úrskurði dómstólsins sagði að Johaug hefði ekki gætt að því að lesa á pakkningu smyrslins, þar sem kom fram að það innihélt lyf sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Taldi það viðeigandi refsing að dæma hana í átján mánaða keppnisbann og lengja þar með fyrra bann um fimm mánuði. Alþjóðaskíðasambandið kvaðst í dag sátt við niðurstöðu dómstólsins. Myndband frá blaðamannafundi Johaug má sjá hér fyrir neðan. Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Therese Johaug, ein skærasta stjarna Noregs í skíðagöngu, mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári. Það var staðfest í dag en Áfrýjunardómstóll íþróttamála í Lausanne staðfesti átján mánaða keppnisbann yfir henni. „Hjarta mitt er brostið. Ég átti mér draum um að fara á Ólympíuleikana,“ sagði hún tárvot á blaðamannafundi skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Mér finnst þetta ósanngjarnt. Mér finnst að það hafi verið komið fram við mig á ósanngjarnan máta í þessu máli,“ sagði hún enn fremur. Johaug var upphaflega dæmd í þrettán mánaða bann sem hefði gert henni kleift að keppa á leikunum í Pyeongchang í febrúar. En Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði einnig fyrir dómstólnum og vildi fá lengra keppnisbann. Johaug féll á lyfjaprófi en sterar fundust í sýni hennar á síðasta ári. Hún hélt því fram að hafa notað varasalva þegar hún var við æfingar á Ítalíu. Læknir norska keppnisliðsins útvegaði henni varasalvann sem húnn fékk fyrir sólbruna á vörum. „Ég tel að ég hafi ekki haft rangt við. Ég fór til sérfræðings sem lét mig fá smyrsli. Ég spurði hvort að það væri á bannlista og hann sagði nei.“ Í úrskurði dómstólsins sagði að Johaug hefði ekki gætt að því að lesa á pakkningu smyrslins, þar sem kom fram að það innihélt lyf sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Taldi það viðeigandi refsing að dæma hana í átján mánaða keppnisbann og lengja þar með fyrra bann um fimm mánuði. Alþjóðaskíðasambandið kvaðst í dag sátt við niðurstöðu dómstólsins. Myndband frá blaðamannafundi Johaug má sjá hér fyrir neðan.
Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira