Bann norskrar skíðagöngustjörnu staðfest og lengt | Missir af Ólympíuleikunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2017 12:30 Johaug á blaðamannafundi. Vísir/Getty Therese Johaug, ein skærasta stjarna Noregs í skíðagöngu, mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári. Það var staðfest í dag en Áfrýjunardómstóll íþróttamála í Lausanne staðfesti átján mánaða keppnisbann yfir henni. „Hjarta mitt er brostið. Ég átti mér draum um að fara á Ólympíuleikana,“ sagði hún tárvot á blaðamannafundi skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Mér finnst þetta ósanngjarnt. Mér finnst að það hafi verið komið fram við mig á ósanngjarnan máta í þessu máli,“ sagði hún enn fremur. Johaug var upphaflega dæmd í þrettán mánaða bann sem hefði gert henni kleift að keppa á leikunum í Pyeongchang í febrúar. En Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði einnig fyrir dómstólnum og vildi fá lengra keppnisbann. Johaug féll á lyfjaprófi en sterar fundust í sýni hennar á síðasta ári. Hún hélt því fram að hafa notað varasalva þegar hún var við æfingar á Ítalíu. Læknir norska keppnisliðsins útvegaði henni varasalvann sem húnn fékk fyrir sólbruna á vörum. „Ég tel að ég hafi ekki haft rangt við. Ég fór til sérfræðings sem lét mig fá smyrsli. Ég spurði hvort að það væri á bannlista og hann sagði nei.“ Í úrskurði dómstólsins sagði að Johaug hefði ekki gætt að því að lesa á pakkningu smyrslins, þar sem kom fram að það innihélt lyf sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Taldi það viðeigandi refsing að dæma hana í átján mánaða keppnisbann og lengja þar með fyrra bann um fimm mánuði. Alþjóðaskíðasambandið kvaðst í dag sátt við niðurstöðu dómstólsins. Myndband frá blaðamannafundi Johaug má sjá hér fyrir neðan. Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Therese Johaug, ein skærasta stjarna Noregs í skíðagöngu, mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári. Það var staðfest í dag en Áfrýjunardómstóll íþróttamála í Lausanne staðfesti átján mánaða keppnisbann yfir henni. „Hjarta mitt er brostið. Ég átti mér draum um að fara á Ólympíuleikana,“ sagði hún tárvot á blaðamannafundi skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Mér finnst þetta ósanngjarnt. Mér finnst að það hafi verið komið fram við mig á ósanngjarnan máta í þessu máli,“ sagði hún enn fremur. Johaug var upphaflega dæmd í þrettán mánaða bann sem hefði gert henni kleift að keppa á leikunum í Pyeongchang í febrúar. En Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði einnig fyrir dómstólnum og vildi fá lengra keppnisbann. Johaug féll á lyfjaprófi en sterar fundust í sýni hennar á síðasta ári. Hún hélt því fram að hafa notað varasalva þegar hún var við æfingar á Ítalíu. Læknir norska keppnisliðsins útvegaði henni varasalvann sem húnn fékk fyrir sólbruna á vörum. „Ég tel að ég hafi ekki haft rangt við. Ég fór til sérfræðings sem lét mig fá smyrsli. Ég spurði hvort að það væri á bannlista og hann sagði nei.“ Í úrskurði dómstólsins sagði að Johaug hefði ekki gætt að því að lesa á pakkningu smyrslins, þar sem kom fram að það innihélt lyf sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Taldi það viðeigandi refsing að dæma hana í átján mánaða keppnisbann og lengja þar með fyrra bann um fimm mánuði. Alþjóðaskíðasambandið kvaðst í dag sátt við niðurstöðu dómstólsins. Myndband frá blaðamannafundi Johaug má sjá hér fyrir neðan.
Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira