Kostnaðurinn við öryggisgæslu Trump að sliga leyniþjónustuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 10:00 Trump hefur verið á faraldsfæti og gist í eigin klúbbum um helgar. Hann er sagður hafa lýst Hvíta húsinu sem hreysi við meðlimi í einum golfklúbba sinna. Vísir/AFP Féð sem alríkisstjórn Bandaríkjanna ver til öryggisgæslu fyrir forsetann og fjölskyldu hans er uppurið fyrir árið, aðeins sjö mánuðum eftir að Donald Trump tók við embætti. Ástæðan er tíðar ferðir, stór fjölskylda og fjöldi eigna Trump víða um Bandaríkin. Dagblaðið USA Today upplýsti um þetta í gær. Leyniþjónustan geti ekki lengur greitt þeim hundruð fulltrúum sínum sem þarf til að gæta öryggis Trump og fjölskyldu. Leyniþjónustan hefur lagalega skyldu til að vernda forseta Bandaríkjanna og forseta hans öllum stundum. Fjárframlög til hennar eru hins vegar takmörkuð í fjárlögum alríkisstjórnarinnar. Randolph Alles, forstjóri Leyniþjónustunnar, sagði við USA Today að fleiri en þúsund fulltrúar hafi komið að gæslunni á þessu ári. Launa- og yfirvinnukostnaður þeirra sé þegar farinn út fyrir þau framlög sem þjónustunni var ætlað fyrir allt árið.Hver ferð í golfklúbbinn kostar jafnvirði hundruð milljóna krónaTrump hefur ferðast til eigna sinna í Flórída, New Jersey og Virginíu um nærri því hverja einustu helgi eftir að hann tók við embætti 20. janúar. Þá hafa börn hans ferðast innan og utan lands í viðskiptaerindum. Alls njóta 42 einstaklingar í kringum forsetann verndar leyniþjónustunnar, þar á meðal átján skyldmenni Trump. Í tíð Baracks Obama gætti leyniþjónustan 31 einstaklings. Í umfjöllun vefsíðunnar Vox kemur fram að áætlað sé að hver ferð Trump til Mar-a-Lago, golfklúbbs í eigu forsetans í Flórída, kosti leyniþjónustuna þrjár milljónir dollara. Það eru rúmar 316 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Donald Trump Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Féð sem alríkisstjórn Bandaríkjanna ver til öryggisgæslu fyrir forsetann og fjölskyldu hans er uppurið fyrir árið, aðeins sjö mánuðum eftir að Donald Trump tók við embætti. Ástæðan er tíðar ferðir, stór fjölskylda og fjöldi eigna Trump víða um Bandaríkin. Dagblaðið USA Today upplýsti um þetta í gær. Leyniþjónustan geti ekki lengur greitt þeim hundruð fulltrúum sínum sem þarf til að gæta öryggis Trump og fjölskyldu. Leyniþjónustan hefur lagalega skyldu til að vernda forseta Bandaríkjanna og forseta hans öllum stundum. Fjárframlög til hennar eru hins vegar takmörkuð í fjárlögum alríkisstjórnarinnar. Randolph Alles, forstjóri Leyniþjónustunnar, sagði við USA Today að fleiri en þúsund fulltrúar hafi komið að gæslunni á þessu ári. Launa- og yfirvinnukostnaður þeirra sé þegar farinn út fyrir þau framlög sem þjónustunni var ætlað fyrir allt árið.Hver ferð í golfklúbbinn kostar jafnvirði hundruð milljóna krónaTrump hefur ferðast til eigna sinna í Flórída, New Jersey og Virginíu um nærri því hverja einustu helgi eftir að hann tók við embætti 20. janúar. Þá hafa börn hans ferðast innan og utan lands í viðskiptaerindum. Alls njóta 42 einstaklingar í kringum forsetann verndar leyniþjónustunnar, þar á meðal átján skyldmenni Trump. Í tíð Baracks Obama gætti leyniþjónustan 31 einstaklings. Í umfjöllun vefsíðunnar Vox kemur fram að áætlað sé að hver ferð Trump til Mar-a-Lago, golfklúbbs í eigu forsetans í Flórída, kosti leyniþjónustuna þrjár milljónir dollara. Það eru rúmar 316 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi.
Donald Trump Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira