Trump tilkynnir um ákvörðun sína varðandi hernað í Afghanistan Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 23:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli. Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli.
Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira