Hyggst ná fram jafnvægi á milli ferskvöru og veitinga með útimarkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 21:32 Mathöllin opnaði í gær á Menningarnótt. Vísir/eyþór „Það var alger húsfyllir, þetta er bara ótrúlegt,“ segir Bjarki Vigfússon, einn stofnenda Mathallarinnar á Hlemmi sem opnaði í gær á Menningarnótt. Bjarki segist ekki hafa búist við slíkum mannfjölda: „Við ætluðum okkur að vera búnir að opna þetta aðeins fyrr og búa okkur undir þessa traffík þannig að það má eiginlega segja að það hafi komið okkur á óvart hvað þetta gekk þó smurt þrátt fyrir þennan mikla fjölda,“ segir Bjarki.Í Mathöllinni er alls konar matur.Vísir/eyþórEins og yfirbyggt torgMathöllin er opin frá átta á morgnanna til ellefu á kvöldin en er það ekki frekar óvanalegur opnunartími? „Ég hef ekki leitt hugann að því en þetta eru bara svo mismunandi aðilar með ólíkar þarfir. Kaffihús og bakarí eru vön að opna snemma og þetta stjórnast líka af því að Hlemmur er enn þá biðstöð fyrir farþega Strætó. Það er allt í lagi að koma þangað og hinkra eftir strætó þó maður ætli sér ekki að eiga viðskipti þá stundina.“ Að sögn Bjarka var lagt upp með það að reyna að hafa húsið sem mest opið. „Það er bara eðli þessa húss að þarna kemur fólk til að bíða eftir strætó eða labba í gegn og skýla sér. Þetta er bara svona yfirbyggt torg og það má alltaf líta inn,” segir Bjarki.Draumurinn að bjóða upp á meiri hrávöruÞrátt fyrir að flestir séu ánægðir með kærkomna viðbót við veitingaflóru borgarinnar hefur borið á nokkurri gagnrýni sem lýtur að því að ójafnvægi er á milli hrávöru og verslunar. Bjarki hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. „Það er bara ekki viðskiptagrundvöllur fyrir bara hrávörumarkaði sem er opinn alla daga frá morgni til kvölds, það bara þekkist varla í okkar heimshluta og sérstaklega ekki í svona litlum borgum eins og Reykjavík. En kannski verður það þannig í framtíðinni.“Fyrir utan Hlemm er ráðgert að blása til matarmarkaðar þar sem hægt verður að kaupa hrávöru.Vísir/eyþór Bjarki segist ná upp jafnvæginu á milli hrávöru og veitinga með mörkuðunum sem verða fyrir utan Mathöllina. „Menn geta bara prófað hver raunverulega er grundvöllurinn fyrir þessu. Ég hef mjög litlar áhyggjur af þessari gagnrýni enda er ég búinn að fara mjög djúpt í hana sjálfur innra með mér og skoða þetta út frá öllum mögulegum hliðum og veit alveg að hverju ég er að stefna að hérna til langs tíma.“ Stefnt er að því að hafa hrávörumarkað fyrir utan Mathöllina um helgar. „Þetta er bara byrjunin. Við munum vera með alls kyns markaði hérna á torginu fyrir utan, um helgar og jólin og þá kemur meiri hrávara inn eins og kjöt og mjólkurvörur.“ Alls kyns frumkvöðlar og bændur taka þátt í markaðinum og segir Bjarki að ótal möguleikar séu opnir í því samhengi.Bjarki segir að Rabbarbarinn sé fyrsta grænmetisverslunin sem sé með allt í lausu.Vísir/eyþórFerskt, íslenskt grænmetiÍ Mathöllinni er grænmetisverslunin Rabbarbarinn þar sem hægt er að versla ferskt, íslenskt grænmeti „sem er fyrsta grænmetisverslunin sem er með allt í lausu, alltaf nýjasta og ferskasta uppskeran frá Íslandi,“ segir Bjarki. Verslunin er í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna „allir grænmetisbændurnir sem eiga Sölufélagið eru bakjarlar verslunarinnar,“ segir Bjarki en einnig eru seldar vörur frá Friðheimum. Menningarnótt Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Sjá meira
„Það var alger húsfyllir, þetta er bara ótrúlegt,“ segir Bjarki Vigfússon, einn stofnenda Mathallarinnar á Hlemmi sem opnaði í gær á Menningarnótt. Bjarki segist ekki hafa búist við slíkum mannfjölda: „Við ætluðum okkur að vera búnir að opna þetta aðeins fyrr og búa okkur undir þessa traffík þannig að það má eiginlega segja að það hafi komið okkur á óvart hvað þetta gekk þó smurt þrátt fyrir þennan mikla fjölda,“ segir Bjarki.Í Mathöllinni er alls konar matur.Vísir/eyþórEins og yfirbyggt torgMathöllin er opin frá átta á morgnanna til ellefu á kvöldin en er það ekki frekar óvanalegur opnunartími? „Ég hef ekki leitt hugann að því en þetta eru bara svo mismunandi aðilar með ólíkar þarfir. Kaffihús og bakarí eru vön að opna snemma og þetta stjórnast líka af því að Hlemmur er enn þá biðstöð fyrir farþega Strætó. Það er allt í lagi að koma þangað og hinkra eftir strætó þó maður ætli sér ekki að eiga viðskipti þá stundina.“ Að sögn Bjarka var lagt upp með það að reyna að hafa húsið sem mest opið. „Það er bara eðli þessa húss að þarna kemur fólk til að bíða eftir strætó eða labba í gegn og skýla sér. Þetta er bara svona yfirbyggt torg og það má alltaf líta inn,” segir Bjarki.Draumurinn að bjóða upp á meiri hrávöruÞrátt fyrir að flestir séu ánægðir með kærkomna viðbót við veitingaflóru borgarinnar hefur borið á nokkurri gagnrýni sem lýtur að því að ójafnvægi er á milli hrávöru og verslunar. Bjarki hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. „Það er bara ekki viðskiptagrundvöllur fyrir bara hrávörumarkaði sem er opinn alla daga frá morgni til kvölds, það bara þekkist varla í okkar heimshluta og sérstaklega ekki í svona litlum borgum eins og Reykjavík. En kannski verður það þannig í framtíðinni.“Fyrir utan Hlemm er ráðgert að blása til matarmarkaðar þar sem hægt verður að kaupa hrávöru.Vísir/eyþór Bjarki segist ná upp jafnvæginu á milli hrávöru og veitinga með mörkuðunum sem verða fyrir utan Mathöllina. „Menn geta bara prófað hver raunverulega er grundvöllurinn fyrir þessu. Ég hef mjög litlar áhyggjur af þessari gagnrýni enda er ég búinn að fara mjög djúpt í hana sjálfur innra með mér og skoða þetta út frá öllum mögulegum hliðum og veit alveg að hverju ég er að stefna að hérna til langs tíma.“ Stefnt er að því að hafa hrávörumarkað fyrir utan Mathöllina um helgar. „Þetta er bara byrjunin. Við munum vera með alls kyns markaði hérna á torginu fyrir utan, um helgar og jólin og þá kemur meiri hrávara inn eins og kjöt og mjólkurvörur.“ Alls kyns frumkvöðlar og bændur taka þátt í markaðinum og segir Bjarki að ótal möguleikar séu opnir í því samhengi.Bjarki segir að Rabbarbarinn sé fyrsta grænmetisverslunin sem sé með allt í lausu.Vísir/eyþórFerskt, íslenskt grænmetiÍ Mathöllinni er grænmetisverslunin Rabbarbarinn þar sem hægt er að versla ferskt, íslenskt grænmeti „sem er fyrsta grænmetisverslunin sem er með allt í lausu, alltaf nýjasta og ferskasta uppskeran frá Íslandi,“ segir Bjarki. Verslunin er í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna „allir grænmetisbændurnir sem eiga Sölufélagið eru bakjarlar verslunarinnar,“ segir Bjarki en einnig eru seldar vörur frá Friðheimum.
Menningarnótt Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Sjá meira