Íslensk verslun verið blóraböggull fyrir hátt verðlag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 14:14 Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan. Costco H&M Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan.
Costco H&M Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira