Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:06 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, situr fyrir svörum á nefndarfundi í morgun. vísir/ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja það til við Alþingi í haust að ákvæði í almennum hegningarlögum sem snúa að uppreist æru verði alfarið felld úr lögum. Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust.Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér. Samhliða breytingum sem lagðar verða til á almennum hegningarlögum þyrfti þá að leggja til breytingar á fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum. Sagði ráðherra að lagt yrði til að þeim ákvæðum yrði þá breytt á þá leið að skýrt yrði nákvæmlega hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að geta gegnt þessum ákveðnu störfum og embættum, til að mynda að viðkomandi mætti ekki hafa hlotið refsidóma fyrir ákveðið mörgum árum. Vélrænt verklag og sum mál legið þungt á ráðherrum Verklag og reglur er varða veitingu uppreistar æru hefur verið mikið gagnrýnt undanfarið, ekki síst eftir að mál Roberts Downey komst í hámæli fyrr í sumar en hann hlaut uppreist æru í september í fyrra og í júní staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hann gæti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert Downey hlaut árið 2008 þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Sigríður lýsti því verklagi sem snýr að veitingu uppreistar æru sem vélrænu og sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma sé settur í það á hverjum tíma að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirr stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu. Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja það til við Alþingi í haust að ákvæði í almennum hegningarlögum sem snúa að uppreist æru verði alfarið felld úr lögum. Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust.Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér. Samhliða breytingum sem lagðar verða til á almennum hegningarlögum þyrfti þá að leggja til breytingar á fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum. Sagði ráðherra að lagt yrði til að þeim ákvæðum yrði þá breytt á þá leið að skýrt yrði nákvæmlega hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að geta gegnt þessum ákveðnu störfum og embættum, til að mynda að viðkomandi mætti ekki hafa hlotið refsidóma fyrir ákveðið mörgum árum. Vélrænt verklag og sum mál legið þungt á ráðherrum Verklag og reglur er varða veitingu uppreistar æru hefur verið mikið gagnrýnt undanfarið, ekki síst eftir að mál Roberts Downey komst í hámæli fyrr í sumar en hann hlaut uppreist æru í september í fyrra og í júní staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hann gæti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert Downey hlaut árið 2008 þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Sigríður lýsti því verklagi sem snýr að veitingu uppreistar æru sem vélrænu og sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma sé settur í það á hverjum tíma að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirr stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu.
Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00