Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey (efst t.v.) verður fastlega rætt á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Vísir Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Þetta er niðurstaða nefndarsviðs Alþingis sem vann minnisblað um málið í kjölfar þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum í nefndinni, fór fram á rökstuðning fyrir því á hvaða forsendum formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði hafnað því að hægt væri að ræða mál Roberts Downey. Sjá einnig:Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey „Það verður rætt efnislega. Það kom rökstuðningur frá nefndarsviði sem sagði að ég hefði í raun og veru metið þetta rétt, það er að okkur er auðvitað frjálst að spyrja um þetta einstaka mál en dómsmálaráðherra getur vísað í trúnað þegar við á. Það breytir því þó ekki að við megum ræða um mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali Vísi. Fundur allsherjar-og menntamálanefndar hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun þá koma fyrir fundinn og fara yfir þær reglur sem gilda um veitingu uppreistar æru en vinna stendur nú yfir í ráðuneytinu varðandi það hvernig breyta má verklaginu og reglunum. Þá kemur Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, einnig á fundinn en hann hefur látið málið til sín taka að undanförnu og harðlega gagnrýnt málsmeðferðina alla, nú síðast í grein í Fréttablaðinu í gær. Robert Downey fékk uppreist æru þann 16. september í fyrra en málið komst í hámæli eftir að Hæstiréttur staðfesti í júní síðastliðnum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín á ný. Hann var dæmdur í þriggja ári fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. Þetta er niðurstaða nefndarsviðs Alþingis sem vann minnisblað um málið í kjölfar þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata sem óskaði eftir fundinum í nefndinni, fór fram á rökstuðning fyrir því á hvaða forsendum formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði hafnað því að hægt væri að ræða mál Roberts Downey. Sjá einnig:Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey „Það verður rætt efnislega. Það kom rökstuðningur frá nefndarsviði sem sagði að ég hefði í raun og veru metið þetta rétt, það er að okkur er auðvitað frjálst að spyrja um þetta einstaka mál en dómsmálaráðherra getur vísað í trúnað þegar við á. Það breytir því þó ekki að við megum ræða um mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali Vísi. Fundur allsherjar-og menntamálanefndar hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun þá koma fyrir fundinn og fara yfir þær reglur sem gilda um veitingu uppreistar æru en vinna stendur nú yfir í ráðuneytinu varðandi það hvernig breyta má verklaginu og reglunum. Þá kemur Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, einnig á fundinn en hann hefur látið málið til sín taka að undanförnu og harðlega gagnrýnt málsmeðferðina alla, nú síðast í grein í Fréttablaðinu í gær. Robert Downey fékk uppreist æru þann 16. september í fyrra en málið komst í hámæli eftir að Hæstiréttur staðfesti í júní síðastliðnum úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Robert gæti fengið lögmannsréttindi sín á ný. Hann var dæmdur í þriggja ári fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Segir skammarlega tekið á málinu Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. 27. ágúst 2017 19:30
Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15