Notkun þunglyndislyfja aukist verulega meðal 15-19 ára stúlkna: „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. september 2017 19:30 Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára. Sérfræðingur hjá landlækni segir notkun lyfjanna mun meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í ávísunum þunglyndislyfja en notkunin hefur verið meiri hér á landi en í öllum öðrum löndum OECD. Notkun lyfjanna hefur verið mest meðal kvenna sem komnar eru yfir miðjan aldur en allra síðustu ár hefur átt sér stað veruleg aukning meðal yngri notenda. „Núna síðasta ár 2016 borið saman við 2012 bendir til þess að það sé mikil aukning í notkun þessara lyfja fyrir ákveðna hópa. Sérstaklega hjá stúlkun á aldrinum 15-19 ára. Við sjáum 85 % aukningu í fjölda notenda,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og bætir við að á sama tíma sé rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. „Það virðist vera fleiri sem eru að fá lyf og það bendir allt til þess að þessar stúlkur séu að fá lyf í lengri tíma og að meðferðin sé þá lengri,“ segir Ólafur. Þá hefur notkun þunglyndislyfja meðal drengja á aldrinum 15-19 ára aukist mun minna, en þó er rúmlega 45 prósent aukning frá árinu 2012. Lyfin sem um ræðir eru svokölluð SSRI lyf en þau eru til dæmis gefin við alvarlegum þunglyndislotum, þráhyggju, félagsfælni og áfallastreituröskun. Ólafur segir að ávísanir þunglyndislyfja til barna yngri en 15 ára séu mun sjaldgjæfari á öðrum Norðurlöndum. Rúmlega 15 prósent stúlkna á aldrinum 15-19 ára fengið þunglyndislyf ávísað árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, 3 prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum og við þurfum að skoða þessi mál betur. Sérstaklega í ljósi þessarar lyfjanotkunar,“ segir Ólafur. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Notkun þunglyndislyfja hefur aukist verulega meðal stúlkna á aldrinum fimmtán til nítján ára. Sérfræðingur hjá landlækni segir notkun lyfjanna mun meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í ávísunum þunglyndislyfja en notkunin hefur verið meiri hér á landi en í öllum öðrum löndum OECD. Notkun lyfjanna hefur verið mest meðal kvenna sem komnar eru yfir miðjan aldur en allra síðustu ár hefur átt sér stað veruleg aukning meðal yngri notenda. „Núna síðasta ár 2016 borið saman við 2012 bendir til þess að það sé mikil aukning í notkun þessara lyfja fyrir ákveðna hópa. Sérstaklega hjá stúlkun á aldrinum 15-19 ára. Við sjáum 85 % aukningu í fjölda notenda,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og bætir við að á sama tíma sé rúmlega 120 prósent aukning í fjölda dagskammta. „Það virðist vera fleiri sem eru að fá lyf og það bendir allt til þess að þessar stúlkur séu að fá lyf í lengri tíma og að meðferðin sé þá lengri,“ segir Ólafur. Þá hefur notkun þunglyndislyfja meðal drengja á aldrinum 15-19 ára aukist mun minna, en þó er rúmlega 45 prósent aukning frá árinu 2012. Lyfin sem um ræðir eru svokölluð SSRI lyf en þau eru til dæmis gefin við alvarlegum þunglyndislotum, þráhyggju, félagsfælni og áfallastreituröskun. Ólafur segir að ávísanir þunglyndislyfja til barna yngri en 15 ára séu mun sjaldgjæfari á öðrum Norðurlöndum. Rúmlega 15 prósent stúlkna á aldrinum 15-19 ára fengið þunglyndislyf ávísað árið 2016. Á sama tíma var hlutfallið 6,2 prósent í Svíþjóð, 3 prósent í Noregi og 2,7 prósent í Danmörku. „Við Íslendingar erum að skera okkur verulega úr í þessum málum og við þurfum að skoða þessi mál betur. Sérstaklega í ljósi þessarar lyfjanotkunar,“ segir Ólafur.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira