„Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2017 18:45 Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti árið 2004 fyrir kynferðisbrot gagnvart konunni. Vísir/Getty Hjalti Sigurjón Hauksson hefur undanfarin ár sett sig í samband við fyrrverandi stjúpdóttur sína sem hann braut nær daglega kynferðislega á þegar hún var barn og unglingur. Konan segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti árið 2004 fyrir kynferðisbrot gagnvart konunni. Hún var fimm eða sex ára þegar brotin hófust og stóðu þau þar til hún var átján ára. Var hann dæmdur fyrir að hafa nær daglega samræði eða önnur kynferðismök við stjúpdóttur sína. Brotin voru mjög gróf og áttu sér bæði stað á heimili þeirra sem og afviknum stöðum, í fjallgöngum og á hótelherbergjum í utanlandsferðum. Stúlkan sagði manninn hafa misnotað sig kynferðislega „frá því hún man eftir sér og fram að þeim tíma er hún fór að heiman 18 ára gömul“ eins og segir í dómi Hæstaréttar.Vissi ekki að Hjalti fékk uppreist æru Konan samþykkti að ræða við Vísi gegn nafnleynd barna sinna vegna. Hún segist sjálf ekki hafa vitað að Hjalti fékk uppreist æru fyrr en blaðamaður Stundarinnar hringdi í hana á dögunum, degi áður en fjallað var um uppreist æru Hjalta í fyrsta skipti. Hún segir að sér hafi brugðið verulega. „Ef ég á að lýsa því myndrænt leið mér eins og ég hefði orðið sjö sinnum undir valtara, ótrúlega dofin, fannst ég máttlaus,“ segir konan. Svo hafi reiðin tekið við. „Og ég er töluvert reið. Ég skil ekki hvernig er hægt að réttlæta svona,“ segir hún. Hún segist hafa fylgst með umræðunni sem fór í hönd eftir að Robert Downey, annar dæmdur barnaníðingur, endurheimti lögmannsréttindi sín. Robert og Hjalti fengu uppreist æru sama dag í fyrra, þann 16. september. „Ég skil að vissu leyti, undir ákveðnum kringumstæðum, að hægt sé að réttlæta uppreist æru. Þegar glæpamenn brjóta af sér og virkilega iðrast. Biðjast fyrirgefningar og taka til í sínum málum.“ Það sé hins vegar ekki tilfellið hvað Hjalta varðar. Eins og fram hefur komið er það forseti Íslands sem kvittar, svo til blindandi, upp á uppreist æru að beiðni dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðherra hefur lýst ferlinu sem vélrænu og í kjölfar mikillar umfjöllunar boðað breytingar á veitingu uppreistar æru. Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar á dögunum lýsti hún verklaginu við uppreist æru sem vélrænu. Hún sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma væri settur í það að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirri stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu.Ekki gengist við brotum sínum Konan sem Hjalti braut á segir þetta fáránlegt. Ekkert bendi til þess að Hjalti hafi tekið til í sínum málum. Dæmi séu um að hann hafi reynt að hafa samband við konuna undanfarin ár, hann hafi ekki gengist við brotum sínum og þá hafa samskipti hans við ungar asískar stúlkur á Facebook vakið athygli. „Ef það sýnir ekki að hann hefur ekkert breytt hegðun sinni þá veit ég ekki hvað,“ segir konan. Hún hafi engan frið fengið fyrir honum. Það sé aðallega í formi textaskilaboða en honum sé mikið í mun að konan dragi til baka brot hans fyrir tólf ára aldur. „Hann er fastur í því að samfélaginu finnist þetta fyrir tólf ára aldurinn svo gróft,“ segir konan. Hann sé tilbúinn að gangast við brotunum eftir tólf ára aldur ef hún dragi annað til baka. Eins og þetta séu samningaviðræður. „Eins og það sé einhver séns að ég geti kvittað á eitthvert plagg fyrir hann. Forsetinn er búinn að því en það er eins og ég eigi að gera það líka.“Dóttir konunnar í skólarútu sem hann ók Konan segist fá afmæliskveðjur frá Hjalta og hann sé á sveimi í kringum hana. Í fyrravor ók Hjalti skólarútu fyrir hópbílafyrirtækið Teit Jónasson í einn dag. Dóttir konunnar var í bílnum og gaf Hjalti sig á tal við hana. Stúlkan greindi mömmu sinni frá því að einhver bílstjóri hefði verið að tala við sig. Konan sýndi stúlkunni mynd af manninum og það kom heim og saman. Sýndi hún báðum börnum sínum, sem eru á grunnskólaaldri, myndir af manninum. „Ég sagði þeim að þetta væri stórhættulegur maður og ef þau rækjust á hann ættu þau að hringja í mig eða lögregluna og koma sér í burtu eins hratt og mögulegt er.“ Aðspurð að hverju eða hverjum hún beini reiði sinni segir hún að það sé allur pakkinn. „Mér finnst líka fáránlegt að það virðist enginn bera ábyrgð á þessu heldur eru þetta ákveðnir verkferlar,“ segir hún. Sárt þyki henni að mál sem þessi velkist um á milli fólks og ákvörðun sé tekin gegn betri vitund. Á hún við ráðherra og forseta Íslands sem lýst hafa stöðu sinni þannig að þau geti ekkert gert. „Ef þú ert í svona háttvirtri stöðu, sem þú berð ábyrgð á, og getur ekki borið ábyrgð á þínu pennastriki sem er gegn sannfæringu þinni – hvernig er hægt að treysta þessu fólki?“Fagfólk ætti að meta hvort fólk sé í lagi Hún spyr, ef veita á uppreist æru á annað borð, af hverju það sé ekki fagfólk sem meti hvort fólk sé í lagi. „Er nóg að einhver vinur eða vinnuveitandi mæti og mæli með þér? Að það sé tekið gilt?“ Konan segir að með fyrrnefndu vélrænu ferli sé verið að gera lítið úr ferlinu sem fylgi því að kæra kynferðisbrot. Það eigi við um hana og alla þolendur í kynferðisbrotamálum. „Það er gert lítið úr því að taka af skarið, kæra og ganga í gegnum réttarhöld,“ segir konan. Hún lýsir ferlinu þannig að maður labbi með fortíð sína í bakpoka inn í ráðuneyti, fær undirrituð plögg og skilur svo eftir bakpokann í formi vottunar frá forseta Íslands. „Ég fæ hvorki forsetann né nokkurn annan til að kvitta upp á að ég skilji bakpokann minn eftir. Ég þarf að búa við þetta alla ævi. Ég vinn að sjálfsögðu í mínum málum en get ekki ýtt á neinn takka.“ Tengdar fréttir Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Hjalti Sigurjón Hauksson hefur undanfarin ár sett sig í samband við fyrrverandi stjúpdóttur sína sem hann braut nær daglega kynferðislega á þegar hún var barn og unglingur. Konan segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti árið 2004 fyrir kynferðisbrot gagnvart konunni. Hún var fimm eða sex ára þegar brotin hófust og stóðu þau þar til hún var átján ára. Var hann dæmdur fyrir að hafa nær daglega samræði eða önnur kynferðismök við stjúpdóttur sína. Brotin voru mjög gróf og áttu sér bæði stað á heimili þeirra sem og afviknum stöðum, í fjallgöngum og á hótelherbergjum í utanlandsferðum. Stúlkan sagði manninn hafa misnotað sig kynferðislega „frá því hún man eftir sér og fram að þeim tíma er hún fór að heiman 18 ára gömul“ eins og segir í dómi Hæstaréttar.Vissi ekki að Hjalti fékk uppreist æru Konan samþykkti að ræða við Vísi gegn nafnleynd barna sinna vegna. Hún segist sjálf ekki hafa vitað að Hjalti fékk uppreist æru fyrr en blaðamaður Stundarinnar hringdi í hana á dögunum, degi áður en fjallað var um uppreist æru Hjalta í fyrsta skipti. Hún segir að sér hafi brugðið verulega. „Ef ég á að lýsa því myndrænt leið mér eins og ég hefði orðið sjö sinnum undir valtara, ótrúlega dofin, fannst ég máttlaus,“ segir konan. Svo hafi reiðin tekið við. „Og ég er töluvert reið. Ég skil ekki hvernig er hægt að réttlæta svona,“ segir hún. Hún segist hafa fylgst með umræðunni sem fór í hönd eftir að Robert Downey, annar dæmdur barnaníðingur, endurheimti lögmannsréttindi sín. Robert og Hjalti fengu uppreist æru sama dag í fyrra, þann 16. september. „Ég skil að vissu leyti, undir ákveðnum kringumstæðum, að hægt sé að réttlæta uppreist æru. Þegar glæpamenn brjóta af sér og virkilega iðrast. Biðjast fyrirgefningar og taka til í sínum málum.“ Það sé hins vegar ekki tilfellið hvað Hjalta varðar. Eins og fram hefur komið er það forseti Íslands sem kvittar, svo til blindandi, upp á uppreist æru að beiðni dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðherra hefur lýst ferlinu sem vélrænu og í kjölfar mikillar umfjöllunar boðað breytingar á veitingu uppreistar æru. Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar á dögunum lýsti hún verklaginu við uppreist æru sem vélrænu. Hún sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma væri settur í það að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirri stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu.Ekki gengist við brotum sínum Konan sem Hjalti braut á segir þetta fáránlegt. Ekkert bendi til þess að Hjalti hafi tekið til í sínum málum. Dæmi séu um að hann hafi reynt að hafa samband við konuna undanfarin ár, hann hafi ekki gengist við brotum sínum og þá hafa samskipti hans við ungar asískar stúlkur á Facebook vakið athygli. „Ef það sýnir ekki að hann hefur ekkert breytt hegðun sinni þá veit ég ekki hvað,“ segir konan. Hún hafi engan frið fengið fyrir honum. Það sé aðallega í formi textaskilaboða en honum sé mikið í mun að konan dragi til baka brot hans fyrir tólf ára aldur. „Hann er fastur í því að samfélaginu finnist þetta fyrir tólf ára aldurinn svo gróft,“ segir konan. Hann sé tilbúinn að gangast við brotunum eftir tólf ára aldur ef hún dragi annað til baka. Eins og þetta séu samningaviðræður. „Eins og það sé einhver séns að ég geti kvittað á eitthvert plagg fyrir hann. Forsetinn er búinn að því en það er eins og ég eigi að gera það líka.“Dóttir konunnar í skólarútu sem hann ók Konan segist fá afmæliskveðjur frá Hjalta og hann sé á sveimi í kringum hana. Í fyrravor ók Hjalti skólarútu fyrir hópbílafyrirtækið Teit Jónasson í einn dag. Dóttir konunnar var í bílnum og gaf Hjalti sig á tal við hana. Stúlkan greindi mömmu sinni frá því að einhver bílstjóri hefði verið að tala við sig. Konan sýndi stúlkunni mynd af manninum og það kom heim og saman. Sýndi hún báðum börnum sínum, sem eru á grunnskólaaldri, myndir af manninum. „Ég sagði þeim að þetta væri stórhættulegur maður og ef þau rækjust á hann ættu þau að hringja í mig eða lögregluna og koma sér í burtu eins hratt og mögulegt er.“ Aðspurð að hverju eða hverjum hún beini reiði sinni segir hún að það sé allur pakkinn. „Mér finnst líka fáránlegt að það virðist enginn bera ábyrgð á þessu heldur eru þetta ákveðnir verkferlar,“ segir hún. Sárt þyki henni að mál sem þessi velkist um á milli fólks og ákvörðun sé tekin gegn betri vitund. Á hún við ráðherra og forseta Íslands sem lýst hafa stöðu sinni þannig að þau geti ekkert gert. „Ef þú ert í svona háttvirtri stöðu, sem þú berð ábyrgð á, og getur ekki borið ábyrgð á þínu pennastriki sem er gegn sannfæringu þinni – hvernig er hægt að treysta þessu fólki?“Fagfólk ætti að meta hvort fólk sé í lagi Hún spyr, ef veita á uppreist æru á annað borð, af hverju það sé ekki fagfólk sem meti hvort fólk sé í lagi. „Er nóg að einhver vinur eða vinnuveitandi mæti og mæli með þér? Að það sé tekið gilt?“ Konan segir að með fyrrnefndu vélrænu ferli sé verið að gera lítið úr ferlinu sem fylgi því að kæra kynferðisbrot. Það eigi við um hana og alla þolendur í kynferðisbrotamálum. „Það er gert lítið úr því að taka af skarið, kæra og ganga í gegnum réttarhöld,“ segir konan. Hún lýsir ferlinu þannig að maður labbi með fortíð sína í bakpoka inn í ráðuneyti, fær undirrituð plögg og skilur svo eftir bakpokann í formi vottunar frá forseta Íslands. „Ég fæ hvorki forsetann né nokkurn annan til að kvitta upp á að ég skilji bakpokann minn eftir. Ég þarf að búa við þetta alla ævi. Ég vinn að sjálfsögðu í mínum málum en get ekki ýtt á neinn takka.“
Tengdar fréttir Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00