98 ára, lögblind og prjónar eftir minni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2017 21:00 Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift. Jóhanna hefur prjónað frá því hún man eftir sér. Áhuginn leynir sér ekki á heimili hennar þar sem prjónið umlykur hvern krók og kima. Hún er 98 ára gömul og lögblind en hefur engan hug á því að leggja prjónana á hilluna. „Mér finnst gaman að prjóna og það er númer eitt. Svo er gaman þegar maður getur prjónað mismunandi og gefið af sér. Ég hef aldrei prjónað til sölu, nema þegar ég hef selt mynstur og hönnun með," segir Jóhanna. Flestir Íslendingar hafa líklega séð flíkur hannaðar af Jóhönnu á einhverjum tímapunkti en þær hafa verið fastur liður í prjónablöðum í gegnum árin. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á eigin hönnunum. „Þær eru óteljandi. Það er ómögulegt að telja þær vegna þess að ég hef aldrei verið að prjóna eftir mynstrum. Alltaf bara gert þetta sjálf. Ég sé þetta fyrir mér í huganum áður en ég fer að prjóna," segir hún. Í dag prjónar Jóhanna aðallega fyrir fjölskylduna og heimilisgesti en í gegnum tíðina hefur hún fært þekktum Íslendingum á borð við Louisu Matthíasdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur gjafir. „Ég bjó til nýtt mynstur með trjám handa Vigdísi af því hún er svo mikil tjáræktarkona. Og hún var mjög ánægð með það," segir Jóhanna. Þar sem sjónin hefur gefið sig treystir Jóhanna alfarið á minnið. Hún segir lykkjurnar og mynstrin greipt í hugann. „Þetta hefur alltaf verið þar. Og ég hef ekkert getað gert af því. Þetta er bara svona." „Þetta bara kemur af sjálfu sér. Lykkjurnar bara koma til mín," segir Jóhanna glaðbeitt. Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift. Jóhanna hefur prjónað frá því hún man eftir sér. Áhuginn leynir sér ekki á heimili hennar þar sem prjónið umlykur hvern krók og kima. Hún er 98 ára gömul og lögblind en hefur engan hug á því að leggja prjónana á hilluna. „Mér finnst gaman að prjóna og það er númer eitt. Svo er gaman þegar maður getur prjónað mismunandi og gefið af sér. Ég hef aldrei prjónað til sölu, nema þegar ég hef selt mynstur og hönnun með," segir Jóhanna. Flestir Íslendingar hafa líklega séð flíkur hannaðar af Jóhönnu á einhverjum tímapunkti en þær hafa verið fastur liður í prjónablöðum í gegnum árin. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á eigin hönnunum. „Þær eru óteljandi. Það er ómögulegt að telja þær vegna þess að ég hef aldrei verið að prjóna eftir mynstrum. Alltaf bara gert þetta sjálf. Ég sé þetta fyrir mér í huganum áður en ég fer að prjóna," segir hún. Í dag prjónar Jóhanna aðallega fyrir fjölskylduna og heimilisgesti en í gegnum tíðina hefur hún fært þekktum Íslendingum á borð við Louisu Matthíasdóttur og Vigdísi Finnbogadóttur gjafir. „Ég bjó til nýtt mynstur með trjám handa Vigdísi af því hún er svo mikil tjáræktarkona. Og hún var mjög ánægð með það," segir Jóhanna. Þar sem sjónin hefur gefið sig treystir Jóhanna alfarið á minnið. Hún segir lykkjurnar og mynstrin greipt í hugann. „Þetta hefur alltaf verið þar. Og ég hef ekkert getað gert af því. Þetta er bara svona." „Þetta bara kemur af sjálfu sér. Lykkjurnar bara koma til mín," segir Jóhanna glaðbeitt.
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira