Arna Kristín endurráðin framkvæmdastjóri Sinfó Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2017 10:09 Arna Kristín hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín. Ráðningar Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín.
Ráðningar Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira