Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 09:30 Leikmenn landsliðsins taka víkingaklappið með stuðningsmönnum í gær. Vísir/Eyþór Ótrúlegt gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann í gær glæsilegan 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM 2018. Eftir sigurinn eru strákarnir okkar jafnir Króatíu á toppi I-riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland á eftir einn heimaleik í núverandi undankeppni en strákarnir hafa unnið alla hingað til - gegn Finnlandi, Tyrklandi, Króatíu og nú Úkraínu. Strákarnir mæta botnlði Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Ísland spilaði einnig alla heimaleiki sína í síðustu undankeppni án þess að tapa en síðasti tapleikur íslenska liðsins á Laugardalsvelli kom þegar okkar menn fengu á sig fjögur mörk gegn Slóveníu í 4-2 tapleik þann 7. júní 2013.Síðan þá eru liðnir 4 ár, 2 mánuðir og 29 dagar eða 1551 dagur alls. Ísland hefur á þessum tíma spilað fimmtán landsleiki á þjóðarleikvanginum - unnið tólf þeirra og gert þrjú jafntefli. Markatalan í þessum fimmtán leikjum er ekki síður glæsileg en Ísland hefur skorað 27 mörk í þessum fimmtán leikjum en fengið aðeins sex mörk á sig. Sjá einnig: Draumurinn um Rússland lifir Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum í gær og er nú kominn með sautján mörk alls fyrir landsliðið, jafn mörg og Ríkharður Jónsson heitinn skoraði á sínum tíma. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa skorað fleiri mörk í íslensku landsliðstreyjunni. Næsti leikur Íslands fer fram gegn Tyrklandi ytra þann 6. október. Sigur í þeim leik setur Ísland í lykilstöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni HM í Rússlandi.Leikir Íslands á Laugardalsvelli síðan 2013:2013: 7. júní: Ísland - Slóvenía 2-4 14. ágúst: Ísland - Færeyjar 1-0 10. september: Ísland - Albanía 2-1 11. október: Ísland - Kýpur 2-0 15. nóvember: Ísland - Króatía 0-02014: 4. júní: Ísland - Eistland 1-0 9. sept: Ísland - Tyrkland 3-0 13. október: Ísland - Holland 2-02015: 12. júní: Ísland - Tékkland 2-1 6. sept: Ísland - Kasakstan 0-0 10. okt: Ísland - Lettland 2-22016: 6. júní: Ísland - Liechtenstein 4-0 6. okt: Ísland - Finnland 3-2 9. okt: Ísland - Tyrkland 2-02017: 11. júní: Ísland - Króatía 1-0 5. sept: Ísland - Úkraína 2-0 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Ótrúlegt gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið vann í gær glæsilegan 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM 2018. Eftir sigurinn eru strákarnir okkar jafnir Króatíu á toppi I-riðils þegar tvær umferðir eru eftir. Ísland á eftir einn heimaleik í núverandi undankeppni en strákarnir hafa unnið alla hingað til - gegn Finnlandi, Tyrklandi, Króatíu og nú Úkraínu. Strákarnir mæta botnlði Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Ísland spilaði einnig alla heimaleiki sína í síðustu undankeppni án þess að tapa en síðasti tapleikur íslenska liðsins á Laugardalsvelli kom þegar okkar menn fengu á sig fjögur mörk gegn Slóveníu í 4-2 tapleik þann 7. júní 2013.Síðan þá eru liðnir 4 ár, 2 mánuðir og 29 dagar eða 1551 dagur alls. Ísland hefur á þessum tíma spilað fimmtán landsleiki á þjóðarleikvanginum - unnið tólf þeirra og gert þrjú jafntefli. Markatalan í þessum fimmtán leikjum er ekki síður glæsileg en Ísland hefur skorað 27 mörk í þessum fimmtán leikjum en fengið aðeins sex mörk á sig. Sjá einnig: Draumurinn um Rússland lifir Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í leiknum í gær og er nú kominn með sautján mörk alls fyrir landsliðið, jafn mörg og Ríkharður Jónsson heitinn skoraði á sínum tíma. Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson hafa skorað fleiri mörk í íslensku landsliðstreyjunni. Næsti leikur Íslands fer fram gegn Tyrklandi ytra þann 6. október. Sigur í þeim leik setur Ísland í lykilstöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni HM í Rússlandi.Leikir Íslands á Laugardalsvelli síðan 2013:2013: 7. júní: Ísland - Slóvenía 2-4 14. ágúst: Ísland - Færeyjar 1-0 10. september: Ísland - Albanía 2-1 11. október: Ísland - Kýpur 2-0 15. nóvember: Ísland - Króatía 0-02014: 4. júní: Ísland - Eistland 1-0 9. sept: Ísland - Tyrkland 3-0 13. október: Ísland - Holland 2-02015: 12. júní: Ísland - Tékkland 2-1 6. sept: Ísland - Kasakstan 0-0 10. okt: Ísland - Lettland 2-22016: 6. júní: Ísland - Liechtenstein 4-0 6. okt: Ísland - Finnland 3-2 9. okt: Ísland - Tyrkland 2-02017: 11. júní: Ísland - Króatía 1-0 5. sept: Ísland - Úkraína 2-0
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira