Seldi birgðir af frosnum hval fyrir 1,3 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 06:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, tilkynnti í mars í fyrra að hvalveiðum fyrirtækisins yrði hætt sökum markaðsaðstæðna í Japan. vísir/anton brink Hvalur hf. seldi hvalaafurðir fyrir 1.247 milljónir króna á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins sem lauk í september í fyrra. Skip félagsins fóru ekki til veiða sumarið 2016 en kjötbirgðir þess voru þá metnar á 2.560 milljónir króna samanborið við 3.567 milljónir árið á undan. Samkvæmt nýjum ársreikningi Hvals, sem skilað var inn til Ríkisskattstjóra (RSK) í síðustu viku, hagnaðist félagið um rétt tæpa tvo milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2015 til 30. september 2016. Tekjur frá dótturfélaginu Vogun hf. námu þá 3,2 milljörðum en voru 2,5 milljarðar árið á undan. Vogun á 33,5 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda og 37,6 prósent í Hampiðjunni. Hlutabréf Hvals í Vogun voru metin á 23 milljarða króna í lok fjárhagsársins en eignir fyrrnefnda félagsins námu þá alls 26,8 milljörðum. Skuldirnar voru 10,9 milljarðar og átti Hvalur 12,6 milljarða í óráðstöfuðu eigin fé. Fiskveiðihlutafélagið Venus, í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, var þá stærsti eigandi fyrirtækisins með 39,5 prósenta hlut. Alls eru hluthafar Hvals 111 talsins. Stjórn fyrirtækisins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út 625 milljóna króna arður til eigenda. Þrjú árin þar á undan námu arðgreiðslur alls 2,6 milljörðum. Hvalveiðiskip Hvals fóru síðast til veiða í september 2015. Frá 2013 til septemberloka 2015 veiddi Hvalur alls 426 langreyðar. Veiðar á þeim hófust aftur árið 2006. Kristján Loftsson sagði í mars 2016 að erfiðlega hefði gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Fyrirtækið hefði mætt fjölmörgum hindrunum þar í landi og þær hefðu meðal annars snúið að síendurtekinni efnagreiningu á kjötinu. Fyrirtækið flutti í síðasta mánuði út um 1.400 tonn af frosnu hvalkjöti til Japans frá Hafnarfjarðarhöfn með flutningaskipinu Winter Bay. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hvalur hf. seldi hvalaafurðir fyrir 1.247 milljónir króna á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins sem lauk í september í fyrra. Skip félagsins fóru ekki til veiða sumarið 2016 en kjötbirgðir þess voru þá metnar á 2.560 milljónir króna samanborið við 3.567 milljónir árið á undan. Samkvæmt nýjum ársreikningi Hvals, sem skilað var inn til Ríkisskattstjóra (RSK) í síðustu viku, hagnaðist félagið um rétt tæpa tvo milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2015 til 30. september 2016. Tekjur frá dótturfélaginu Vogun hf. námu þá 3,2 milljörðum en voru 2,5 milljarðar árið á undan. Vogun á 33,5 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda og 37,6 prósent í Hampiðjunni. Hlutabréf Hvals í Vogun voru metin á 23 milljarða króna í lok fjárhagsársins en eignir fyrrnefnda félagsins námu þá alls 26,8 milljörðum. Skuldirnar voru 10,9 milljarðar og átti Hvalur 12,6 milljarða í óráðstöfuðu eigin fé. Fiskveiðihlutafélagið Venus, í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, var þá stærsti eigandi fyrirtækisins með 39,5 prósenta hlut. Alls eru hluthafar Hvals 111 talsins. Stjórn fyrirtækisins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út 625 milljóna króna arður til eigenda. Þrjú árin þar á undan námu arðgreiðslur alls 2,6 milljörðum. Hvalveiðiskip Hvals fóru síðast til veiða í september 2015. Frá 2013 til septemberloka 2015 veiddi Hvalur alls 426 langreyðar. Veiðar á þeim hófust aftur árið 2006. Kristján Loftsson sagði í mars 2016 að erfiðlega hefði gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Fyrirtækið hefði mætt fjölmörgum hindrunum þar í landi og þær hefðu meðal annars snúið að síendurtekinni efnagreiningu á kjötinu. Fyrirtækið flutti í síðasta mánuði út um 1.400 tonn af frosnu hvalkjöti til Japans frá Hafnarfjarðarhöfn með flutningaskipinu Winter Bay. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30