Sjálfkeyrandi Domino's-bíll kominn á göturnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2017 07:52 Fyrsti sjálfkeyrandi Domino's-bíllinn er kominn í umferð í Michigan. Dominos Hver veit nema að í náinni framtíð muni sjálfkeyrandi bíll aka pizzunni til þín? Ford og Domino's prófa nú sérhannaða Ford Fusion-bifreið í Michican í Bandaríkjunum sem ekki einungis er sjálfkeyrandi heldur einnig búin forláta ofni til að halda pizzunni heitri. Stefna fyrirtækin á að gera pizzusendla óþarfa og því mun enginn ganga með pizzuna upp að dyrum og hringja bjöllunni. Þess í stað munu viðskiptavinirnir þurfa að labba að bílnum og sækja pizzuna. Það er ekki síst það sem fyrirtækin hafa áhuga á að prófa. „Hvernig munu viðskiptavinir bregðast við því að þurfa að sækja pizzuna? Við þurfum að tryggja að viðmótið sé einfalt og skýrt,“ er haft eftir forstjóra Domino's, Russel Weiner, á vef CNN. Til þess að nálgast pizzuna sína þurfa viðskiptavinirnir að slá inn fjóra tölustafi á lyklaborð sem staðsett er á hlið bílsins. Séu réttir stafir slegnir inn opnast hleri þar sem nálgast má pizzuna. Meðan á prófunum stendur munu verkfræðingur og ökumaður sitja í bílnum en þeim hafa verið gefið skýr fyrirmæli um að aðstoða ekki viðskiptavinina. Þá eru rúður bílsins skyggðar þannig að þeir ættu ekki að verða varir við farþega bílsins. Bíllinn mun aka um götur Ann Arbor í Michigan næstu fimm vikurnar. Gangi prófanir vel verður sjálfkeyrandi bílunum fjölgað og látið á þá reyna í fleiri borgum vestanhafs.Til þess að nálgast pizzuna þarf að slá inn fjóra tölustafi.Dominos Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hver veit nema að í náinni framtíð muni sjálfkeyrandi bíll aka pizzunni til þín? Ford og Domino's prófa nú sérhannaða Ford Fusion-bifreið í Michican í Bandaríkjunum sem ekki einungis er sjálfkeyrandi heldur einnig búin forláta ofni til að halda pizzunni heitri. Stefna fyrirtækin á að gera pizzusendla óþarfa og því mun enginn ganga með pizzuna upp að dyrum og hringja bjöllunni. Þess í stað munu viðskiptavinirnir þurfa að labba að bílnum og sækja pizzuna. Það er ekki síst það sem fyrirtækin hafa áhuga á að prófa. „Hvernig munu viðskiptavinir bregðast við því að þurfa að sækja pizzuna? Við þurfum að tryggja að viðmótið sé einfalt og skýrt,“ er haft eftir forstjóra Domino's, Russel Weiner, á vef CNN. Til þess að nálgast pizzuna sína þurfa viðskiptavinirnir að slá inn fjóra tölustafi á lyklaborð sem staðsett er á hlið bílsins. Séu réttir stafir slegnir inn opnast hleri þar sem nálgast má pizzuna. Meðan á prófunum stendur munu verkfræðingur og ökumaður sitja í bílnum en þeim hafa verið gefið skýr fyrirmæli um að aðstoða ekki viðskiptavinina. Þá eru rúður bílsins skyggðar þannig að þeir ættu ekki að verða varir við farþega bílsins. Bíllinn mun aka um götur Ann Arbor í Michigan næstu fimm vikurnar. Gangi prófanir vel verður sjálfkeyrandi bílunum fjölgað og látið á þá reyna í fleiri borgum vestanhafs.Til þess að nálgast pizzuna þarf að slá inn fjóra tölustafi.Dominos
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira