Hálft sjöunda þúsund yfirgefur heilsugæslu fyrir einkastöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 4. september 2017 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira