Forvitni einhleypra kom Tinder á toppinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 23:00 Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni. Vísir/Getty Stefnumótasmáforritið Tinder trónar nú á toppi lista yfir tekjuhæstu smáforritin í hinni svokölluðu App Store, í hverri iPhone-notendur hlaða niður smáforritum í síma sína. Ný uppfærsla á Tinder, Tinder Gold, er talin hafa skotið smáforritinu á toppinn. Notendur um allan heim gátu fyrst í síðustu viku hlaðið niður Tinder Gold. Hin nýja uppfærsla býður notendum, sem greiða fyrir þjónustuna, að sjá hverjir hafa „svæpað“ til hægri áður en þeir „svæpa“ sjálfir. Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni og hún þannig talin hafa komið Tinder á topplista yfir tekjuhæstu smáforritin. Tinder-notendur í makaleit fá upp myndir af öðrum vænlegum notendum á snjallsímaskjái sína, sem þeir annað hvort „svæpa“ til hægri ef þeim hugnast viðkomandi en til vinstri ef þeir hafa ekki áhuga. Ef báðir aðilar „svæpa“ til hægri verður til svokölluð „samsvörun“ eða „match“ og þá opnast möguleiki fyrir samskipti á milli notendanna tveggja. Þeir sem kaupa áskrift að Tinder Gold geta nú séð vænlegar samsvaranir fyrirfram. Brian Norgard, sem er yfir gagnaöflun hjá Tinder, greindi frá listanum á Twitter-reikningi sínum í vikunni og minntist sérstaklega á það hversu vænleg áskriftarþjónusta af þessu tagi væri.Today Tinder is the top grossing app in the world — I told you subscriptions might be a thing one day pic.twitter.com/YGWJ30SKJo— Norgard (@BrianNorgard) August 30, 2017 Fram þessu hafði Tinder ekki boðið upp á að fólk gæti séð fyrir fram hvaða notendur hafa „svæpað“ til hægri. Þetta hafði aðeins verið hægt að staðfesta ef báðir aðilar eru jákvæðir í garð hins og úr verður áðurnefnd „samsvörun“. Tengdar fréttir Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu. 13. júlí 2017 13:44 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stefnumótasmáforritið Tinder trónar nú á toppi lista yfir tekjuhæstu smáforritin í hinni svokölluðu App Store, í hverri iPhone-notendur hlaða niður smáforritum í síma sína. Ný uppfærsla á Tinder, Tinder Gold, er talin hafa skotið smáforritinu á toppinn. Notendur um allan heim gátu fyrst í síðustu viku hlaðið niður Tinder Gold. Hin nýja uppfærsla býður notendum, sem greiða fyrir þjónustuna, að sjá hverjir hafa „svæpað“ til hægri áður en þeir „svæpa“ sjálfir. Forvitni notenda virðist hafa borið þá ofurliði en margir hafa fjárfest í uppfærslunni og hún þannig talin hafa komið Tinder á topplista yfir tekjuhæstu smáforritin. Tinder-notendur í makaleit fá upp myndir af öðrum vænlegum notendum á snjallsímaskjái sína, sem þeir annað hvort „svæpa“ til hægri ef þeim hugnast viðkomandi en til vinstri ef þeir hafa ekki áhuga. Ef báðir aðilar „svæpa“ til hægri verður til svokölluð „samsvörun“ eða „match“ og þá opnast möguleiki fyrir samskipti á milli notendanna tveggja. Þeir sem kaupa áskrift að Tinder Gold geta nú séð vænlegar samsvaranir fyrirfram. Brian Norgard, sem er yfir gagnaöflun hjá Tinder, greindi frá listanum á Twitter-reikningi sínum í vikunni og minntist sérstaklega á það hversu vænleg áskriftarþjónusta af þessu tagi væri.Today Tinder is the top grossing app in the world — I told you subscriptions might be a thing one day pic.twitter.com/YGWJ30SKJo— Norgard (@BrianNorgard) August 30, 2017 Fram þessu hafði Tinder ekki boðið upp á að fólk gæti séð fyrir fram hvaða notendur hafa „svæpað“ til hægri. Þetta hafði aðeins verið hægt að staðfesta ef báðir aðilar eru jákvæðir í garð hins og úr verður áðurnefnd „samsvörun“.
Tengdar fréttir Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu. 13. júlí 2017 13:44 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu. 13. júlí 2017 13:44